Þrátt fyrir kórónu­veirufar­aldurinn verða Óskars­verð­launin veitt og var mikil stemming í mið­bæ Húsa­víkur í vikunni þegar rauður dregill var vígður á Garðars­braut í bænum.

„Hér með opnum við dregilinn, við vinnum þetta nú,“ kallaði Sigurður Illuga­son í gervi Óskars Óskars­sonar er hann klippti borðann. Óskar Óskars­son er per­sóna úr þeim mynd­böndum sem Hús­víkingar hafa fram­leitt í tengslum við til­nefninguna.

„Það kom fyrir nokkrum vikum síðan út að lagið Húsa­vík væri eitt af þeim lögum sem ætti mögu­leika á Óskartil­nefningu og við hér á Húsa­vík fórum náttúru­lega á fullt. Lagið heitir Húsa­vík og því var aug­ljóst að menn vildu gera eitt­hvað með þetta. Við settum því af stað her­ferð til að tryggja laginu til­nefningu. Hún gekk svona glimrandi vel og vakti mikla at­hygli í Banda­ríkjunum,“ segir Ör­lygur Hnefill Ör­lygs­son hótel­stjóri í samtal við Hringbraut.

Hægt er að horfa á um­fjöllun Hring­brautar hér að neðan.