Hægt er að fá vatnsflöskuna í tveimur stærðum og fjórum litum, hver öðrum fallegri. Þær fást bæði í 1 lítra stærð og ½ lítra stærð sem fullkomið fyrir heimilið.

Danski hönnuðurinn Frederik Bagger byrjaði ungur að spá í fagurfræðina á bakvið hönnun. Frederik Bagger er sonur Erik Bagger sem er vel þekktur hönnuður í Danmörku. Segja má að Frederik hafi byrjað snemma að læra af föður sínum. Hönnun Frederik Bagger er orðin eitt af stærstu og þekktustu skandinavísku vörumerkjunum í dag en hann hefur sérhæft sig í fallegum kristals- og postulínsbúnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Frederik Bagger sem er sannarlega eldhugi í hönnunargeiranum. Enda kynntist Fredrik á uppvaxtarárunum sínum frábærri hönnun af föður sínum Erik Bagger, sem hefur hannað nokkur af þekktari merkjum í gegnum tíðina og ber þess sterk merki. Frederik Bagger lærði allt um skandinavíska hönnun og fagurfræði, notkun á gæða efnum og ekki síst einstakt handverk. Allt þetta varð grunnurinn að hágæða hönnun Frederik Bagger í dag.

Fredrik b 4.jpeg

Hér eru vatnsflaskan í hinum fræga retró lit sem margir falla fyrir. Myndir/Aðsendar.

Fredrik B 2.jpeg

Reyklituð, dökk vatnsflaska sem gleður augað.

Frederik-Bagger-Crispy-bottle-large-p.jpeg

Svo er hægt að fá þær í glærar sem er hið klassíska útliti.

5712723105607-2_1 fred.jpeg

Gaman að geta borðið þessa vatnsflöskur fram með límónuðum og klökum sem gera vatnið mun girnilegra og gleðja augað.

Fredrik b7.jpeg

Fyrir þá sem elska bláa litinn er þessi fullkomin.