Fólk

Hengigarðar prýða heimilið

Japanskir mosaboltar eru vinsælir í hengigarða og segir Erna Aðalsteinsdóttir lítið mál að búa þá til. Hvers konar plöntur megi nota í boltana og hengja upp á skemmtilegan máta. Erna heldur námskeið í mosaboltagerð á miðvikudag.

Japanskir mosaboltar eru skemmtileg útfærsla á stofublómum.

Kokedama er gömul, japönsk plöntugerðarlist og innanhússkraut. Aðferðin þróaðist út frá bonsai sem er þó miklu tímafrekari aðferð meðan hægt er að gera nokkra kokedamabolta á einu kvöldi,“ útskýrir Erna Aðalsteinsdóttir plöntufíkill, eins og hún kallar sig, og formaður Sígræna klúbbs Garðyrkjufélags Íslands.

Blóm og pottaplöntur hafa notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum um skeið og í Facebookhópum eins og Stofublóm – inniblóm – pottablóm, sem hefur yfir 12.500 fylgjendur, skiptist fólk á ráðum og birtir myndir af blómunum sínum.

Erna segir kokedamaboltana bjóða upp á fjölbreytta möguleika á að prýða heimilið og með þeim megi til dæmis búa til hengigarða með mörgum, misstórum boltum og jafnvel raða mörgum plöntum í einn.

Hengigarðar njóta mikilla vinsælda og prýða heimilin.

„Það er hægt að nota hvaða plöntu sem er í boltana en sumar henta kannski betur en aðrar. Það fer eftir því hvar fólk ætlar sér að hafa boltann og hversu duglegt það er að muna eftir að vökva,“ segir Erna. „Þykkblöðungar eru afar hentugir því þeir þurfa ekki mikla vökvun en það er vel hægt að vera með burkna í kokedamabolta og hengja upp í röku umhverfi, til dæmis inni á baðherbergi, en svo þarf líka að vökva vel, dýfa boltanum í vatn og leyfa honum að svolgra í sig í hálftíma. Það er líka hægt að nota kókostrefjar í stað mosa ef fólk er ekki duglegt að vökva.“

Hvaða tegund blóma sem er má nota í boltana. Þá þarf að vökva vel og til dæmis láta þá liggja í vatni dálitla stund.

Aðferðina segir Erna nokkuð einfalda, um ræturnar er mótaður bolti úr sérblönduðum jarðvegi, utan um hann fer mosi eða kókostrefjar og svo er vafið um boltann með bandi. Boltana er svo hægt að hengja upp á hvers konar máta.

„Eins er sniðugt að nota kertastjakana sem ekki eru notaðir yfir sumarið undir boltana eða sérstakar japanskar skálar, sem ætlaðar eru undir mosabolta. Boltarnir geta verið eins stórir og hver vill og hægt að vera með fleiri en eina plöntu í sama bolta. Svo má nota litrík bönd til að vefja þá með og hengja þá upp með litríkum borðum. Kokedamabolta er sérstaklega sniðugt að gera með krökkum. Krakkarnir geta drullumallað og mótað utan um plönturnar og foreldrarnir hjálpað þeim að vefja,“ segir Erna.

Getty Images/Dorling Kindersley

Á miðvikudaginn fer fram námskeið í kokedamaboltagerð undir handleiðslu Ernu, milli klukkan 18 og 21, í sal í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1. Sjá nánar á Facebook-hópnum Álfagarðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Georg prúð­búinn á fimm ára af­mælis­deginum

Fólk

Ferskt og gott salat

Fólk

Sætt og svalandi

Auglýsing

Nýjast

Framandi og kunnug­legt í bland í Skeifunni

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Harðkjarni og hiphop í portinu á Prikinu

Riðu berbakt í sveitinni

Vin­konur sem hafa fylgst að í tölvu­leikja­bransa í tólf ár

Dagur B. glímir við veikindi

Auglýsing