Það hefur ef­laust ein­hverjum vöknað um augun þegar leik­konan Dakota John­son af­henti fyrr­verandi stjúp­föður sínum, stór­leikaranum Antonio Banderas, verð­laun fyrir leik sinni í kvik­myndinni Pain and Glory. Banderas var giftur Mela­ine Griffith móður Dakotu í tuttugu ár áður en hjónin skyldu árið 2015.

Dakota sagði í af­hendingar­ræðu sinni að það væru ó­teljandi mögu­leikar á því hvernig fjöl­skyldu­tengsl myndast þegar for­eldrar giftast á nýjan leik. Þá sagði hún ein­hverja mögu­lega hafa upp­lifað mar­tröð í lifanda lífi sem myndi þarfnast tölu­verðrar sál­fræði­með­ferðar.

„Ég kem úr fjöl­skyldu fjölda hjóna­banda og var mjög heppin,“ sagði Dakota brosandi. „Ég fékk bónus pabba sem, ég upp­götvaði, að er í raun einn af helstu á­hrifa­völdum lífs míns. Þegar ég var sex ára giftist móðir mín manni sem kom með ó­trú­lega bjart ljós, nýjan sköpunar- og menningar­heim, og eina töfrandi litla systur í fjöl­skylduna okkar.“

Skildi engan eftir ósnortin

Dakota hélt lof­ræðu sinni á­fram og komst ekki hjá því að klökkna hún lýsti hvernig Banderas hafði alið hana upp og veitt henni inn­blástur. Þá sagði hún hann vera einn færasta leikara síns tíma og að það allra besta væri að hann héldi bara á­fram að verða betri og betri.

Banderas var að vonum snortin og þakkaði Dakotu sömu­leiðis fyrir að vera á­fram hluti af lífi sínu. Leikarinn sagði að hún gæti ekki í­myndað sér hversu þýðingar­mikið það væri fyrir hann að hún kallaði hann enn þá „Papi.“

Banderas tekur við verðlaunum fyrir besta leikarann.
Fréttablaðið/Getty