„Rétt skal vera rétt, ég ætlaði að setja inn yfir­lýsingu um að þetta hafi verið sex­tán mánuðir en ekki tvö ár,“ segir Hjálmar Örn Jóhanns­son í nýjasta hlað­varps­þætti hans og Helga Jean Cla­es­sen, Hæ hæ, vegna fréttar Frétta­blaðsins á dögunum um kyn­lífs­leysi Helga.

„Þetta var um það bil þar síðasta vor,“ segir Helgi á léttum nótum. „Þetta eru sex­tán mánuðir, það er hel­víti langur tími,“ bætir Hjálmar við.

Fé­lagarnir virtust hafa gaman af um­ræðunni og fara þeir um víðan völl í þættinum um kyn­lífs­leysi og stefnu­móta­plön Helga. Þá veltir Helgi fyrir sér hver meðal­tími ein­hleyps fólk sé án þess að stunda kyn­líf.

„Ég er að spara mig fyrir stóru stundina,“ segir Helgi í gríni.

„Svo það komi á fram­færi þá er þessi kyn­lífs­á­nauð sem ég stend í ekki eitt­hvað sem ég álít sem vanda­mál í mínu lífi,“ segir Helgi í lok þáttarins.

Hjálmar virðist þó afar bjart­sýnn að koma vini sínum út þar sem fé­lagar þeirra eru ný komnir á fast, þeir Simmi Vill og Hannes Stein­dórs­son.

„Það kemur manni þannig við að þú eigir von. Þarftu ekki bara að leita út fyrir land­steinana?“ spyr Hjálmar og vitnar þar í Simma sem á danska kærustu.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.