Helgi Björns og fé­lagar söfnuðu tuttugu milljónum fyrir Mæðrastyrksnefnd í loka­þætti af helgar­þætti kappans. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Í lok nóvember birtust Helgi Björns­son og Reið­menn vindanna á­samt Vil­borgu Hall­dórs­dóttur í síðasta sinn í bili í Sjón­varpi Símans. Þau hafa staðið vaktina í gegnum bylgjur far­sóttar á­samt fjöl­breyttum hópi lista­manna og þannig skemmt þjóðinni og reynt að létta okkur lundina á þessu furðu­lega ári.

Loka­þáttur ársins var ekki að­eins fyrsta flokks skemmtun í gal­opinni dag­skrá heldur á­kvað Síminn á­samt Helga Björns að leggja sitt af mörkum og breyta þættinum í söfnunar­þátt. Á­kveðið var að söfnunar­féð myndi renna ó­skipt til Mæðra­styrks­nefndar.

Alls söfnuðust tuttugu milljónir í söfnuninni eins og áður segir og tóku við­skipta­vinir allra fjar­skipta­fé­laganna þátt. Mæðra­styrks­nefnd mun nýta söfnunar­féð til góðra verka og ljóst að upp­hæðin mun nýtast þeim sem hvað mest þurfa á hjálp náungans að halda og munu koma sér ein­stak­lega vel nú þegar að jólin nálgast.

„Ferða­lagið með Helga og Reið­mönnum vindanna í gegnum þennan far­aldur hefur verið lyginni líkast, á­horf á þættina var í hæstu hæðum og við erum full þakk­lætis þeim fjölda sem lagði söfnuninni lið. Við vitum að þessir fjár­munir eru í góðum höndum hjá Mæðra­styrks­nefnd.“ segir Pálmi Guð­munds­son dag­skrár­stjóri Sjón­varps Símans.