„Jæja, eigum við að leiðrétta slúður sem gengur um?,“ skrifar Helgi Ómarsson ljósmyndari og áhrifavaldur í story á Instagram í gær eftir að honum barst sögur af sjálfum sér um að hafa verið rekinn úr flugþjónaþjálfun Icelandair á dögunum.

Hann segir sögurnar eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum.

„Allir aðilar málsins eru meðvitaðir um það, raunin er sú að ég náði ekki að sinna núverandi verkefnum og störfum, hundinum mínum og náminu eins vel og ég hefði viljað,“ segir Helgi og bætir við að hann hafi tekið ákvörðunina um að hætta í þjálfuninni með miklum trega og nánast sorg.

Helgi segir ákvörðunina vera tekna með tilliti og virðingu gagnvart fyrirtækinu. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað gefa mig allan og rúmlega það í verkið, en tókst það því miður ekki,“ segir hann.

Fagnaði útskriftinni

„Námið og tíminn í ferlinu var bókstaflega eitt það besta og skemmtilegasta sem ég hef gert og er mjög sorgmæddur yfir því að hafa ekki getað haldið áfram.“

Þá segist hann afar þakklátur fyrir allt og sér í lagi fólkinu sem var með honum.

„Ég vonast til að klára námskeiðið í framtíðinni ef ég fæ tækifæri til og henda mér í sama ævintýri og samnemendur mínir eru að fara í, í sumar.“

Helgi átti að útskrifast úr náminu í gær , en lét sig ekki vanta í útskriftarteiti með fyrrum bekkjarfélögum sínum og skálaði við þau í Móet & Chandon kampavíni.

Helgi Ómarsson átti að útskrifast af nýliðanámskeiði Icelandair í gær.
Mynd/Instagram
Hann er þakklátur öllu því góða fólki sem hann kynntist í ferlinu.
Mynd/Instagram
Helgi lét sig ekki vanta í útskriftarteiti bekkjarfélaganna.
Mynd/Instagram