Helgi Ómars­son, bloggari og ljós­myndari, opnar sig í nýrri færslu á Trend­net um and­legt of­beldi sem hann var beittur í átta ára sam­bandi sem hann var í. Hann segir þar frá þrot­lausri sjálfs­vinnu sem hann hefur verið í undan­farið ár til að heila sig í gegnum það.

„Árið byrjaði á enda­lausri og ó­stöðvandi and­legri vinnu frá því að ég vaknaði og frá því ég sofnaði. Það var bæði erfiður og yndis­legur tími. Ég var nokkuð naí­vur að halda að þetta „prógram” mundi bara taka nokkra mánuði og svo yrði ég góður og lífið heldur á­fram. En þetta er að­eins flóknara, og ég ætla bara að skrifa þetta, sem ég hélt ég mundi svo sem aldrei gera en ég ætla bara að gera það,“ segir Helgi.

Hann segir að hann hafi kynnt sér vel af­leiðingar og ein­kenni þess að vera í of­beldis­sam­bandi og hvernig heilinn fari í raun að blekkja mann með því að láta mann halda að and­legt of­beldi sé hluti af því góða við það að vera í sam­bandi.

Ef fólk sem beitir of­beldi vill ekki að fólk viti að þau beiti of­beldi, þá á það ekki að beita of­beldi.

„Ég segi aldrei að hver einasta sekúnda í sam­bandinu mínu hafi verið hreint hel­víti. Alls ekki. Ég var í sam­bandi með að ég hélt, ástinni í lífi mínu. Ég elskaði hann langt langt fram yfir öll mörk, ég hélt ég gæti elskað hann til að koma vel fram, biðjast af­sökunar á hegðun sinni og í rauninni elskað hann það mikið að það gæti leyft honum til að finna fyrir frelsi til að vera ná­kvæm­lega hann sjálfur og ég mundi elska hann með öllum kostum og göllum. En ég komst aldrei þangað. Ég komst aldrei í gegnum þennan þykka skráp sem stjórnaði öllu. En ég veit líka að þetta er sorg­leg staða því þetta kemur allt frá um­hverfinu alveg frá blautu barns­beini. Ég sé það núna að allt var stríð að hans hálfu, smá­hlutir, pínu­litlir hlutir sem skiptu engu máli, atómsafls­við­brögð sem komu mér alltaf að ó­vörum, gas­lýsing í tíunda veldi, á­byrgðar­leysi, lygar og enda­laus kýtingur,“ segir Helgi.

Helgi segir að það þurfi að hafa hátt um ofbeldi.
Mynd/Aðsend

#metoo og Bjarkarhlíð hjálpuðu

Hann segir að margir hlutir hafi hjálpað honum í gegnum þetta og nefnir að #met­oo byltingin hafi gefið honum mikinn styrk og að hann hafi fengið mikla að­stoð í Bjarkar­hlíð.

Hann telur að and­legt of­beldi þurfi meira pláss al­mennt í um­ræðunni.

„Á Ís­landi sem og annars staðar eru of­beldis­menn og of­beldis­fólk ráfandi um alls staðar, og al­gengari en við gerum okkur grein fyrir. Það er meira segja ógn­vekjandi. And­legt of­beldi þarf að fá meiri um­ræðu í sam­fé­laginu, það er graf­alvar­legt að þessi tegund af of­beldi getur gert það af verkum að heilinn getur farið í klessu og eftir að maður kemst út úr að­stæðum er þörf fyrir að eyða öllum sálar­kröftum til að endur­prógramma heilann til að geta lifað á­gætu lífi,“ segir Helgi.

Hann segir að síðustu mánuði hafi hann lært margt og nefnir, meðal annars, sjálfs­á­byrgð, sem hafi verið krefjandi en nauð­syn­legt að takast á við í þessu ferli.

Helgi segir að það eitt sé víst að það verði ekki þess virði að ganga í gegnum þetta nema hann hjálpi öðrum og kallar eftir því að haft sé hátt um of­beldi.

„Þetta á ekki að líðast. Þetta er nýja öldin okkar – ekki meiri þöggun. Höfum einnig eitt á hreinu. Ef fólk sem beitir of­beldi vill ekki að fólk viti að þau beiti of­beldi, þá á það ekki að beita of­beldi. Fræðumst enda­laust, hjálpumst að. Fræðið ykkur um narsiss­isma og öll rauðu flöggin. Ef þið eruð í of­beldis­sam­bandi er að­eins ein leið og hún er ÚT – ég veit að það er hægara sagt en gert, en ekki gefast upp. Þið getið fengið að­stoð, eins og Bjarkar­hlíð, sem gjör­sam­lega hafa bjargað mér. Þið eruð ekki ein, við er hó­ó­ó­ó­ópur sem hafa verið að hjálpast að til að lyfta hvert öðru upp. Þið megið biðja um að­stoð,“ segir Helgi að lokum.

Bloggið er hægt að lesa hér í heild sinni á vef Trend­net.