Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson birti áður óséða myndaseríu á Instagram í dag af ástarævintýri hans og kærastans Péturs Björgvins Sveinssonar á Tælandi.
Af myndunum að dæma nutu þeir samvistar hvors annars í slökun og menningarlegri afþreyingu.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í október fór Helgi á leynilegan ástarfund á Tælandi en hélt parið sambandi sínu úr sviðljósinu í nokkra mánuði.