Arn­­dís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir hefur tekið sæti sem nýr þing­­maður Pírata. Helgi Hrafn Gunnar­­son, bróðir hennar og fyrr­verandi þing­maður Pírata, gaf henni góð og gaman­­söm ráð fyrir þing­­störfin. Verður fróð­­legt að sjá hvort hún fylgi þeim á kjör­­tíma­bilinu.

Í færslu á vegg systur sinnar gefur hann nokkur ráð og segist vonast til þess að deilurnar um kosningu í Norð­vestur­­kjör­­dæmi skemmi ekki fyrir henni.

„Neitaðu að skrifa undir dreng­skapar­heitið. Ekki því það sé neitt að dreng­skapar­heitinu, það væri bara á­huga­vert að vita hvað gerist.

Alltaf þegar for­seti segir „og er það sam­þykkt ef enginn hreyfir and­mælum“, hreyfðu and­mælum. Ef for­seti spyr um til­lögu, ekki segja orð. Greiddu at­kvæði með.

Farðu í at­kvæða­skýringu og lýstu því yfir að þú sért að greiða at­kvæði al­gjör­lega þvert á þína eigin sann­færingu. (Sjá 48. gr. stjórnar­skrárinnar.)

Reyndu að segja „furðu­legi for­seti“ svo hratt að for­seti geti ekki verið viss um að þú hafir ekki sagt „virðu­legi for­seti“.

Spurðu for­seta af og til um hvort ein­hver ráð­herra af handa­hófi sé staddur í húsi. Ekki óska eftir við­veru hans, dragðu bara fram hvort ráð­herrann sé stimplaður inn án frekari skýringa.

Alltaf þegar þú ætlar að á­varpa aðra þing­menn í ræðu, spurðu for­seta um númer og kjör­dæmi til­heyrandi þing­manns og notaðu þau frekar en nafnið.

Fiktaðu stans­laust í hækka/lækka takkanum á pontunni meðan þú talar. Settu hana alveg efst, síðan alveg neðst og svo til skiptis.

Ef þú sinnir þessum at­riðum vel get ég lofað þér því að kjós­endur munu minnast þín í næstu kosningum. Gangi þér vel!“