Hjálmar Örn Jóhanns­son og Helgi Jean Cla­es­sen, þátta­stjórn­endur hlað­varpsins Hæhæ, ræða opin­skátt um ástar­líf Helga í nýjasta þætti þeirra.

Hjálmar virðist vera með hlutina á hreinu hvað varðar ástar­líf Helga og spyr hvort það séu ekki komin tvö ár síðan hann stundaði kyn­líf síðast

„Þú ert að fara að ná núna tveimur árum án þess að sofa hjá?,“ spyr Hjálmar og Helgi játar því.

„Eitt sem ég er að spá í, verður ekki spennandi að fara að sofa hjá þér? Eins og fangar, það er mjög mörgum konum sem finnst mjög spennandi að sofa hjá föngum þar sem þeir hafa kannski ekki sofið hjá í mörg ár og verða alveg trylltir,“ tekur Hjálmar sem dæmi og nefnir aðra menn sem hafa verið í ein­hverri ein­angrun.

„Veistu hver mis­tökin mín eru? Maður er af ein­hverjum að­stæðum inn og út af Tinder. Ég er búinn að vera of lengi inni á Tinder núna,“ segir Helgi og líkir sér við bíl á bíla­sölu sem enginn vill kaupa. „Ég þarf að vera una­va­ila­ble í smá stund,“ segir Helgi á léttum nótum.

Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: