„Ég hvorki játa né neita,“ segir Helgi léttur í bragði spurður út í það hvort að Salka Sól muni láta sjá sig þriðju helgina í röð með Helga á sviði um helgina á tón­leikunum Heima með Helga sem sýndir hafa verið á Sjón­varpi símans á laugar­dags­kvöldum síðustu tvær vikur.

Tón­leikarnir hafa orðið fastur liður í lífum fólks í sam­komu­banninu og hafa notið gífur­legra vin­sælda síðustu tvær vikur og eru meðal annars mikið um­tals­efni á sam­fé­lags­miðlum.

Salka Sól Ey­feld mætti síðustu tvö kvöld með Helga og þá mætti Frið­rik Dór ó­vænt sem leyni­gestur síðustu helgi.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segist Helgi vera spenntur fyrir helginni og laugar­dags­kvöldinu á morgun. Hann lofar veislu og að öllu verði tjaldað til, líkt og fyrr.

„Já já já og það verða gestir. Mér finnst gaman, bara eins og við höfum haft þetta hingað til, að fá að halda því bara sem sör­præs. Maður hefur fundið fyrir því að fólki finnst gaman að geta sér til um þetta,“ segir Helgi.

„Mér finnst þetta skemmti­legra fyrir bara alla að halda því þannig. Það verður bara hluti af þessu og smá leikur í því fyrir fólki,“ segir Helgi.

Spurður að því hvort lands­menn megi búast við því að hann verði fastur liður heima í stofu á laugar­dags­kvöldum segist Helgi taka eina helgi í einu.

„Við tökum bara eina helgi í einu. Svo sjáum við hvernig öllu veltur fram. Við tökum alla­vega morgun­daginn og svo finnst mér nú lík­legt að við gerum ein­hvern páska­þátt,“ segir Helgi. Hann lofar því að þeir tón­leikar verði jafn­vel enn veglegri en hinir.

„En það er gaman að leyfa þessu bara að vera organic, leyfa þessu að lifa sjálf­stæðu lífi og ekkert kynna þetta of mikið og leyfa þessu ó­vænta að eiga sitt líf, mér finnst það skemmti­legt, bæði fyrir okkur og bara alla held ég.“

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter yfir tónleikunum og brot frá síðustu tónleikum: