Leikkonan Linda Gray, best þekkt sem Sue Ellen úr Dallas, sendi persónulega kveðju á Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í gær. Helga Vala ræddi um kveðjuna á K100.

Málið dálítið dularfullt þar sem Helga Vala hefur ekki hugmynd um hver bað Sue Ellen um að senda henni skilaboð, en þau voru pöntuð í gegnum Cameo.

„Ég sá hana eftir einhverja fundi í morgun. Þá sá ég þessa fallegu kveðju frá Lindu vinkonu minni. „We go way back“ – ég var ofboðslega mikill aðdáandi Lindu,“ sagði Helga Vala.

„Þetta var bara heilög stund á miðvikudögum á Suðurgötunni. Þar sem ég sat á teppinu og foreldrar mínir í sófanum. Við horfðum á Lindu kljást við J.R. og alla hina.“

Hér má sjá kveðjuna en Sue Ellen sagðist hafa heyrt af því að forsætisráðherra Íslands hefði verið að tala um að Helga Vala væri of hörð.