Helga Guðrún Snjólfsdóttir er verkfræðingur og jógakennari. Það má að hún sé að koma út úr skápnum, með því að opna samband sitt. Hún opnaði sig í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut og greindi frá af hverju hún hefði farið að endurskoða eigin ástartengingar.

Hún kveðst hafa orðið fyrir opinberun, skyndilega var eins og hefði verið dregið frá og hún sá skýrt hvað skömm, ótti og sektarkennd tengist kynlífi og að vera kynvera. Helga Guðrún lagðist í sjálfsskoðun fyrir um ári síðan og farið að endurskoða þessi atriði. Hún byrjaði á því að kynnast heim tantra, en þar er kynhegðun skoðuð og þar eiga sér ýmsar óhefðbundnar æfingar sér stað. Hún ræddi við eiginmann sinn um áhuga sinn á Tantra.

„Hvað gerir maðurinn, þessi flotti maður sem ég á? Hann sagði: Ég styð þig, farðu og lærðu um þig.“

Helga Guðrún bætir við að á þessu ferðalagi hennar að kynnast hver hún sé í raun og veru hafi komið upp augnablik þar sem hún upplifði langanir sem henni fannst jafnvel óviðeigandi. Þá er mikilvægt að vera hreinskilinn við makann.

„Þetta er það sem gerðist. Ég þurfti að misstíga mig og segja ekki alveg allt;“ segir Helga Guðrún og bætir við að hafa átt í innri baráttu, hvort hún ætti að skammast sín eða væru langanir hennar í lagi. Það var þá sem hún missteig sig og tók nokkurn tíma að deila með eiginmanninum hvernig henni leið.

„Ég var svo hrædd um að ég væri ekki lengur samþykkt, ég væri ekki lengur elskuð, ég væri ekki allt sem ég hélt að ég þyrfti að fá frá honum.“

Hún segir mikilvægt að vera hreinskilin og þó að hún vilji tengjast öðru fólki, þá þurfi hún um leið að tengjast manninum sínum betur. Nú kveðst hún vera alveg opin í samskiptum með allt uppá borðum.

Hún segir á öðrum stað að hennar mati eigi hjónaband ekki að snúast um öryggi. En mikilvægt sé að vera hreinskilin enda finni það sem „pakkað sé niður í skuggann sér leið upp á yfirborðið.“

Hún kveðst fá mörgum löngunum og þörfum uppfyllt heima. Hún bætir við:

„Hérna eru líka nokkrar langanir og þrár sem ég hef sem mér þætti gaman að fá uppfyllt annar staðar. Það þýðir ekki að þessi aðili sé minna virði [eða] sé ekki búinn til til að uppfylla allar mínar þarfir og langanir. Það er engin ein manneskja sem á að geta það að mínu mati.“

Hér má horfa á viðtalið við Helgu og fleiri sem opna sig um Tantra, poly og ista.