Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, biðst fyrirgefningar á handauppréttingu sinni á þingsetningu í gær.

Mynd af vinki Helgu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en hún þykir minna mikið á kveðju nasista. Helga slær á létta strengi í Facebook-síðu sinni þar sem hún fjallar um málið og segist ætla að nota hið svokallaða „drottningarvink“ það sem eftir er.

„Að gefnu tilefni tel ég rétt að gefa út umtalsvert mikilvæga yfirlýsingu. Ég skil af hverju drottningarvinkið varð til og mun reyna eftir fremsta megni að nota það hér eftir.“ skrifar Helga.

Hún biður síðan fjölskyldu sína afsökunar, og segist ætla að reyna að vera eins og dama héreftir.

„Fyrirgefðu kæri Valsari sem mættur var á Austurvöll og tók á móti þessari óvirðuglegu handauppréttingu.“ segir hún og bætir við „Fjölskyldu mína bið ég velvirðingar á þessum skandal og mun reyna að vera nú einu sinni eins og dama. Sjáum hvernig það gengur.“