Terry Crews hefur farið mikinn á sam­fé­lags­miðlum í dag þar sem hann heldur ekki vatni yfir Ís­lands­heim­sókn sinni frá því fyrr í sumar og fundi sínum með Vig­dísi Finn­boga­dóttur, fyrr­verandi for­seta Ís­lands.

Líkt og fram kom var Terry staddur hér í júlí síðast­liðnum. Hann fór mikinn á sam­fé­lags­miðlum í dag þar sem allt snýst um Ís­land. Þannig birti hann til dæmis mynd af sér með Vig­dísi og úr Bláa lóninu sem hann hrósaði í há­stert.

„Því­líkur heiður að hitta Vig­dísi Finn­boga­dóttur, fyrsta kjörna kven­for­seta heims! Mikil þekking og viska að fá hjá þessari mögnuðu konu,“ skrifar Crews upp­numinn.

Í færslu sinni um bláa lónið bendir Crews á að hér sé um að­ræða eitt af 25 undrum veraldar. „Ég elskaði þetta! Svo gott fyrri húðina!“