Mynd­band úr hlað­varpinu Chess after Dark með þeim Birki Karl Sigurðs­syni og Leifi Þor­steins­syni þar sem þeir mis­skilja Kára Stefáns­son, for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar, hefur vakið mikla at­hygli í net­heimum, enda bráð­fyndið.

Birkir Karl deilir mynd­bandinu sjálfur á Twitter síðu sinni. Kári ræðir í þættinum við þá fé­laga á meðan þeir tefla um ýmis­legt, líkt og feril Kára og ævi.

Virðist Kári vera að tala um rannsóknarstofu vísindamanns en þeir Birkir og Leifur eru ekki að kveikja á perunni.

Sjón er sögu ríkari: