Myndband úr hlaðvarpinu Chess after Dark með þeim Birki Karl Sigurðssyni og Leifi Þorsteinssyni þar sem þeir misskilja Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur vakið mikla athygli í netheimum, enda bráðfyndið.
Birkir Karl deilir myndbandinu sjálfur á Twitter síðu sinni. Kári ræðir í þættinum við þá félaga á meðan þeir tefla um ýmislegt, líkt og feril Kára og ævi.
Virðist Kári vera að tala um rannsóknarstofu vísindamanns en þeir Birkir og Leifur eru ekki að kveikja á perunni.
Sjón er sögu ríkari:
Rassmotovic swisstomasz pic.twitter.com/q7t1ZPXMKl
— Birkir Karl Sigurðsson (@birkirkarl) July 28, 2022