Friðrik Dór og Jón Jónsson

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson gáfu út lagið Jólabróðir á dögunum, sem er fyrsta jólalagið sem þeir semja saman.

Bræðurnir í jólahefðina með því að halda tónleika rétt fyrir jól, sem þeir hafa gert frá árinu 2010 í Gamla bíó. Að þessu sinni eru þeir með tónleika í Kaplakrika 17. desember.

Guðrún Árný

Tónlistarkonan Guðrún Árný Karlsdóttir gaf nýverið út lagið Desember sem fjallar um eiginmann hennar Sigurbjörn.

Guðrún fjallar um sögu lagsins í nýjasta hlaðvarpsþætti Betri helmingsins hjá Ása.

Helgi Björns

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson gaf út lagið Gjöf merkt þér, sem var frumflutt í Ísland vaknar á K100 á dögunum þar sem hann sagði lagið innihaldi skemmtilega jólasögu.

Helgi hefur stimplað sig inn í jólahjörtu margra Íslendinga með laginu,Ef ég nenni, sem er ómar um mörg heimili í aðdraganda jólanna.

Jóhanna Guðrún

Hin ástsæla söngkona Jóhanna Guðrún Jónsdóttir lagið, Jólin koma alltaf, sem er ábreiða af lagi tónlistarkonunni Whitney Houston, Where Do Broken Hearts Go, og er sannkallað dívulag.

Þá heldur Jóhanna Þorláksmessutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Klara Elías

Tónlistarkonan Klara Ósk Elíasdóttir, betur þekkt sem Klara Elías gaf út sitt fyrsta frumsamda jólalag 17. nóvember síðastliðinn sem ber nafnið Desember.

„Lagið er óður til þess sem mér finnst virkilega skipta máli í desember. Sem fyrir mig er að búa til minningar með þeim sem ég elska,“ segir Klara í samtali við Fréttablaðið á dögunum og vísar í texta úr laginu sem kjarni þetta en hann er: „Þegar þú heldur mér, grípur fast þá fatta ég að jólin eru að vera með þér.“

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius

Tónlistarfólkið Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius gáfu út tvö hugljúf jólalög í nóvember sem heita Jólin'22 og Leyndardómur jóla.