„Þótt jólin séu tími kærleikans eru þau líka tími kvefs og kuldahrolls og því er ekki nema rétt að enda á einhverju sem losar stíflur og léttir lund,“segir Nigella réttilega og mælir með heitum Toddý sem yljar kroppnum alla leið.

FBL Nigella-Lawson.jpeg

Heitt Toddý að hætti Nigellu

Fyrir 1

60 ml búrbon-viskí (eða romm ef þið viljið það frekar)

60 ml vatn

1 tsk. sítrónu safi

1x 15 ml msk hunang

flís af sítrónuberki

1 negulnagli

  1. Hitið búrbon, vatn, sítrónusafa og hunang í litlu potti.
  2. Stingið negulnaglanum í sítrónubörkinn og setjið út í pottinn.
  3. Látið hitna og hellið síðan í glas, t.d. glas með höldu eins og fyrir Irish Coffee.

Hægt er að skreyta drykkinn með kanilstöng, eða sítrónusneiðum eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug sem kemur með rétta bragðið. Síðan er bara að njóta við kertaljós eða arineld og ylja kroppnum.