Í þessari kuldatíð er fátt dásamlegra en að ylja sér við heitt súkkulaði við jólaljós og kosýheit. Margir þekkja ProPud prótíndrykkina en færri vita að Chocolate drykkurinn er frábær þegar hann hitaður því úr verður dásamlegt kakó sem kemur bragðlaukunum svo sannarlega á óvart. Hér er að finna ljúffenga uppskrift af heitu súkkulaði með prótíni og sykurlausu súkkulaði sem er gott fyrir heilsuna.

Heitt súkkulaði með prótíni

2 stk. ProPud Chocolate drykkur

1 stk. (25g) Nicks sykurlaust súkkulaði, Súkkulaði spænir;

Rjómi frá Örnu (laktósafrír), eftir smekk

Kanilstöng (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið drykkinn í pott og hitið án þess að sjóða.
  2. Hellið í bolla eða glös.
  3. Þeytið rjómann og bætið út á kakóið.
  4. Takið súkkulaði spænir og stráið yfir kakóið og skreytið með kanilstöng.

Síðan er bara að njóta.