Bismark brjóstsykurinn kemur með jólabragði og einnig er svo jólalegt og fallegt fyrir augað að framreiða heitt súkkulaði toppað með bismark brjóstsykursmulningi. Í aðventunni er ekkert dásamlegra en falleg samverustund með fjölskyldu og vinum við kertaljós með heitan drykk við hönd.

FBL Heitt súkkulaði 2

Heitt súkkulaði í jólabúning

Fyrir 4-5
200 g 70% Síríus suðusúkkulaði (má líka nota suðusúkkulaði)
1 l af mjólk að eigin vali, við notuðum laktósafría mjólk
1 peli þeyttur rjómi

1 poki bismark brjóstsykur, mulinn niður með buffharmi, geyma nokkrar til setja í skál með.

Síríus konsum súkkulaði er brotið í mola og leyst upp í svolitlu vatni eða um það bil einum kaffibolla við vægan hita. Einn líter af mjólk er hitaður að suðumarki, honum hellt saman við smátt og smátt og hrært í á meðan. Þegar búið er að hella allri mjólkinni út í og súkkulaði er orðið heitt og silkimjúkt er því hellt í góða bolla og slettu af þeyttum rjóma bætt ofan á. Loks er mulningi af bismark brjóstsykri stráð yfir rjómann og smátt og smátt bráðnar brjóstsykurinn í heitan súkkulaðinu í bland með rjómanum sem gerir þetta ljúffenga bragð af jólunum.

Dásamlegt er að bjóða upp á heita súkkulaðið í jólabúningi með nýbökuðum sörum eða öðru góðgæti sem bakað er í aðventunni.

FBL Heitt súkkulaði 3

Hér er heita súkkulaði borið fram í fallegum bollum úr Craft Steelite stellinu sem fæst í Bako Ísberg og boðið er upp á gómsætar sörur með.

FBL Heitt súkkulaði 4