Berglind Hreiðar okkar ástsæli matarbloggari á Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessari samsetningu en hugmyndina fékk hún fyrst hjá vinkonu sinni.

„Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott,“ segir Berglind.

Nú er að koma helgi og þá er ráð að skella í einn rjómaostadraum og upplagt að leika sér með brögð sem þið elskið.

Rjomaostadyfa-2-.jpeg

Rjómaostadraumur

Rjómaostablanda

2 x Philadelpia Protein rjómaostur (2 x 175 g)

Sesamgaldur

Organic Liquid Garlic

Organic Liguid Chili

Rifinn Cheddar ostur

Saxað stökkt beikon (6 sneiðar)

Saxaður vorlaukur

Smyrjið rjómaostinum á bakka. Kryddið með Sesamgaldri. Skvettið smá Organic Liquid (báðum bragðtegundum) yfir allt saman. Stráið góðri lúku af Cheddar osti næst yfir, stökku beikoni og að lokum vorlauk.

Meðlæti

Ritz kex eða kex að eigin vali

Gulrætur

Tómatar

Agúrka

Paprika

Skerið niður í strimla það sem við á og dýfið í rjómaostablönduna. Svo getið þið auðvita valið hvaða grænmeti sem þið girnist til að dýfa í rjómaostablönduna.

Hér má sjá aðferðina hennar Berglindar við samsetninguna:

Rjómaostablandan syndsamlega