Heimurinn minnist Christine McVie, söngkonu og lagahöfundar hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, sem lést í gær 79 ára að aldri. McVie samdi lög líkt og Little Lies, Everywhere, Don't Stop, Say You Love Me og Songbird. Hún er af mörgum talin einn besti lagahöfundur samtímans.
„Hún var besti tónlistarmaður sem einhver gat haft í sinni hljómsveit og besti vinur sem einhver gat átt,“ sögðu meðlimir Fleetwood Mac. „ Við vorum svo heppin að hafa hana í lífi okkar. Bæði sem einstaklingar og sem hópur, þá þótti okkur vænt um hana og við erum þakklát fyrir allar minningarnar. Hennar verður sárt saknað.“
— Fleetwood Mac (@fleetwoodmac) November 30, 2022
Stevie Nicks, söngkona og lagahöfundur í Fleetwood Mac sagði að hún hafi verið að missa bestu vinkonu sína. Hún skrifaði fallegt bréf til vinkonu sinnar og sagði að hún myndi sjá hana á hinni hliðinni.
— Stevie Nicks (@StevieNicks) November 30, 2022
Mick Fleetwood, trommari Fleetwood Mac sagði að hluti af hjarta hans hafi flogið í burtu í dag og að hann muni sakna Christine.
— Mick Fleetwood (@MickFleetwood) November 30, 2022
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton minntist McVie, en lagið „Don´t Stop“ eftir Fleetwood Mac var framboðslag Clinton árið 1992.
I’m saddened by the passing of Christine McVie. “Don’t Stop” was my ’92 campaign theme song - it perfectly captured the mood of a nation eager for better days. I’m grateful to Christine & Fleetwood Mac for entrusting us with such a meaningful song. I will miss her. pic.twitter.com/UPUvpDWRZB
— Bill Clinton (@BillClinton) December 1, 2022
Söngkonan Sheryl Crow sagði að heimurinn væri skrítinn staður án McVie.
I am so sad to hear of Christine McVie going on to heaven. The world feels weird without her here. What a legend and an icon and an amazing human being. RIP https://t.co/nr6nfZ8rTM
— Sheryl Crow (@SherylCrow) November 30, 2022
Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson lýsti yfir sorg sinni vegna fráfalls Mcvie.
I’m genuinely and properly sad that Christine McVie has died.
— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 1, 2022
Tónlistarmaðurinn Bryan Adams þakkaði McVie fyrir tónlistina
RIP Christine McVie. Thanks for the music ❤️
— Bryan Adams (@bryanadams) November 30, 2022
Hljómsveitin Duran Duran sagði að McVie væri einn allra besti lagahöfundur allra tíma
So so sad to hear about Christine McVie an artist I held dear and close to my heart. One of the greatest all time songwriters, singers, and band members, she radiated both purity and sass in equal measure, bringing light to the music of the 70s. RIP. - John pic.twitter.com/MkGqAD1wRV
— Duran Duran (@duranduran) November 30, 2022
