Heimurinn minnist Christine McVi­e, söng­konu og laga­höfundar hljóm­sveitarinnar Fleetwood Mac, sem lést í gær 79 ára að aldri. McVi­e samdi lög líkt og Litt­le Lies, E­verywhere, Don't Stop, Say You Love Me og Son­g­bird. Hún er af mörgum talin einn besti laga­höfundur sam­tímans.

„Hún var besti tón­listar­maður sem ein­hver gat haft í sinni hljóm­sveit og besti vinur sem ein­hver gat átt,“ sögðu með­limir Fleetwood Mac. „ Við vorum svo heppin að hafa hana í lífi okkar. Bæði sem ein­staklingar og sem hópur, þá þótti okkur vænt um hana og við erum þakk­lát fyrir allar minningarnar. Hennar verður sárt saknað.“

Stevi­e Nicks, söng­kona og laga­höfundur í Fleetwood Mac sagði að hún hafi verið að missa bestu vin­konu sína. Hún skrifaði fal­legt bréf til vin­konu sinnar og sagði að hún myndi sjá hana á hinni hliðinni.

Mick Fleetwood, trommari Fleetwood Mac sagði að hluti af hjarta hans hafi flogið í burtu í dag og að hann muni sakna Christine.

Fyrr­verandi for­seti Banda­ríkjanna, Bill Clin­ton minntist McVi­e, en lagið „Don´t Stop“ eftir Fleetwood Mac var fram­boðs­lag Clin­ton árið 1992.

Söng­konan Sher­yl Crow sagði að heimurinn væri skrítinn staður án McVi­e.

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson lýsti yfir sorg sinni vegna fráfalls Mcvie.

Tónlistarmaðurinn Bryan Adams þakkaði McVie fyrir tónlistina

Hljómsveitin Duran Duran sagði að McVie væri einn allra besti lagahöfundur allra tíma

Christine McVie.
Fréttablaðið/Getty