Olivier Manoury bandoneonleikari og Kjartan Valdemarsson píanóleikari verða með sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði næsta sunnudag.

Félagarnir hafa spilað saman síðan á tíunda áratugnum og flytja heimstónlist, allt frá djassi til latínutónlistar með áhrifum frá franskri og íslenskri tónlist, þar sem spuni leikur stórt hlutverk. Meðal höfunda eru Astor Piazzolla, Antonio Carlos Jobim, Chico Buarque, Michel Legrand, Olivier Manoury og Kjartan Valdemarsson.

Tónleikarnir eru þeir næstsíðustu í sumartónleikaröð kirkjunnar. Miðasala fer fram við innganginn.