Lisa Marie Presley verður jarðsett við hlið sonar síns og föður á setri fjölskyldunnar í Tennesse, Graceland. Sonur Presley lést árið 2020 og í einum af síðustu pistlum deildi hún því hversu erfitt það hafði verið fyrir að takast á við sorgina sem fylgdi andláti sonar hennar.

Fjölskylda og aðdáendur Lisu Mariu Presley hafa minnst hennar síðastliðinn sólarhring á samfélagsmiðlum en hún léstá fimmtudag af völdum hjartaáfalls.

Tónlistarmaðurinn Billy Idol lýsir henni sem yndislegri manneskju

„Sorgarfréttir að heyra af andláti Lisu Marie Presley. Hún var elskuleg við mig í Mephis á tíunda áratugnum og sýndi mér persónulegt svæði af Graceland. Hún var yndisleg og við komum fram saman á New York fashon week snemma árs 2000. Hvíldu í friði.“

Leikarinn John Travolta sorgmæddur

„Elsku Lisa, mér þykir þetta svo leitt. Ég mun sakna þín en ég veit að ég mun sjá þig aft­ur ,“ skrifaði leik­ar­inn John Tra­volta á In­sta­gram og deildi mynd af henni.

Tom Hanks í mynd Elvis

„Hjörtu okk­ar eru brost­in vegna skyndi­legs dauða Lisu Marie Presley í nótt. Þetta er of mikið,“ skrifuðu hjón­in Rita Wil­son og Tom Hanks, en Tom lék í kvik­mynd­inni El­vis.

Kings of Queens stjarna minnist Lisu

Leikkonan Leah Remini skrifaði: „Hjartað í mér er brotið eftir að Lisa Marie Presley lést.

Lisa átti ekki einfalt líf, líkt og margir halda. Megi hún hvíla í friði í faðmi sonar síns og föður.“

Spjallþáttkóngurinn Piers Morgan minntist Lisu

Tónlistarmaðurinn David Bowie

Heimurinn missti sjaldgæfan gimstein

„Þú varst einstök, fyndin, klár, viðkvæm, hæfileikarík, hnyttin, illhvittin, kærleiksrík, gjafmild, dómhörð en hafðir alltaf rétt fyrir þér, trygg, og þú dýrkaðir börnin þín,“ skrifar Pink

Tónlistarkonan LeAnn Rimes

„Virki­lega sorg­legt. Ég vona að hún hvíli friðsöm í örm­um föður síns,“ tísti söng­kon­an Le­Ann Ri­mes.

Sky News sýna frá Golden Globe

Miðillinn Sky news birti myndskeið af Lisu þegar hún fagnaði Austin Butler á Golden Globe hátíðinni þegar hann hlaut verðlaun sem besti leikarinn fyrir Elvis í samnefndri kvikmynd.