Svo virðist vera sem að heim­sókn Mohammad Sayeed frá Bangladess, heitasta stuðnings­manns ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, sé í upp­námi vegna vega­bréfs­vand­ræða en Mohammad greinir sjálfur frá þessu á Face­book síðu sinni rétt í þessu.

Mohammad hefur fyrir löngu vakið gífur­lega at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og sagði meðal annars í sam­tali við Frétta­blaðið í júní síðast­liðnum að hann gæti ein­fald­lega ekki beðið eftir því að koma til Ís­lands. Hilmar Jökull Stefáns­son, stjórnar­maður í Tólfunni var einn þeirra sem hófu söfnun í kjöl­farið til að koma honum til landsins.

„Ég er svo ó­­­trú­­lega hamingju­­samur. Ég bjó til þetta risa­­stóra flagg og það vakti svona mikla at­hygli. Ég trúi því varla að það sé á leið til Ís­lands og að Ís­­lendingar muni fá að sjá það í eigin per­­sónu,“ sagði hann við til­efnið.

Nú virðist ferðin í upp­námi en Mohammad greinir frá því á Face­book að honum hafi verið neitað um vega­bréfs­á­ritun í Sví­þjóð. Hann gefur ekki upp á­stæðuna en segist vonast til þess að Hilmar geti að­stoðað sig.

Þegar Frétta­blaðið náði tali af Hilmari vegna málsins sagðist hann sjálfur einungis hafa heyrt tíðindin rétt í þessu. Hann ætli því að skoða málið betur áður en hann tjáir sig frekar.