Frétt­a­­skýr­­ing­a­þátt­­ur­­inn Heims­kvið­ur, sem er í hönd­um þeirr­a Birt­u Björns­d­ótt­­ur og Guð­mund­ar Björns Þor­bj­örns­­son­ar, hverf­­ur af dag­­skrá Rás­­ar 1 í des­­em­b­er. Ekki er þó öllu lok­ið enn og eru þrír þætt­ir eft­ir. Sá síð­ast­i fer í loft­ið þann 18. desember.

Heims­kvið­ur hafa ver­ið á dag­skrá frá því haust­ið 2019 og hafa not­ið mik­ils lofs hlust­end­a. Þætt­irn­ir voru tekn­­ir af dag­­skrá vegn­a hag­ræð­ing­ar inn­­an RÚV en ný­leg­a var greint frá því að stöð­u­gild­um á frétt­a­stof­unn­i fækk­i um níu í byrj­un næst­a árs.

„Við hefð­um svo gjarn­an vilj­að hald­a leng­ur á­fram með Heims­kvið­urn­ar okk­ar en þeg­ar harðn­ar í ári þarf eitt­hvað und­an að láta,“ seg­ir Birt­a í færsl­u á Fac­e­bo­ok.

Sanna mikilvægi erlendra frétta

Þætt­irn­ir fjall­a um það sem ger­­ist ekki á Ís­land­i og hafa ið­u­leg­a tek­ið fyr­ir flók­in mál­efn­i í fjar­lægj­um lönd­um og út­skýrt þau list­i­leg­a vel og á mann­a­mál­i.

„Við erum þakk­lát fyr­ir tæk­i­fær­ið að hafa feng­ið að bjóð­a upp á vik­u­leg­ar er­lend­ar frétt­a­skýr­ing­ar á afar á­hug­a­verð­um tím­um. Og síð­ast en ekki síst erum við ó­end­an­leg­a þakk­lát fyr­ir við­tök­urn­ar sem Heims­kvið­urn­ar okk­ar allr­a hafa feng­ið, sem sann­a von­and­i í eitt skipt­i fyr­ir öll mik­il­væg­i er­lendr­a frétt­a,“ í­trek­ar Birt­a.

Þátt­a­stjórn­end­urn­ir munu þó hald­a á­fram að sinn­a frétt­um utan úr heim­i í fram­tíð­inn­i. „Á sitt­hvor­um vett­vang­in­um inn­an RÚV, ég í sjón­varp­i og [Gumm­i] í út­varp­i.“

🌍 Is it true? Is it over? Ekki alveg, við eigum þrjá þætti eftir. Sá síðasti fer í loftið þann 18. desember...

Posted by Birta Björnsdóttir on Sunday, November 29, 2020