Frétt­a­­­skýr­­ing­a­þátt­­ur­­inn Heims­kvið­ur snýr aftur á Rás 1 í lok janúar eftir að hafa horfið af dag­skránni um miðjan desember. Þátta­stjórn­endurnir Birta Björns­dóttir og Guð­mundur Björn Þor­björns­son fagna endur­komu þáttarins.

„Við sáum á við­brögðum hlust­enda, á meðan þátturinn var í gangi og þegar hann var tekinn af dag­skrá, að á­hugi fólks á er­lendum fréttum er ó­ví­ræður,“ segir Birta. „Það er mjög á­nægju­legt að finna hve mörg deila þeim á­huga með okkur.“

Guð­mundur tekur í sama streng og segir mikil­vægi frétta hafa aukist síðustu ár. „Yfir­standandi heims­far­aldur hefur meðal annars kennt okkur að okkur kemur sannar­lega við hvað er að gerast utan land­steinanna.“

Þátturinn mun þó koma til með að snúa aftur með breyttu sniði. „Hann verður 30 mínútur og sem fyrr leitumst við við að gera ítar­legar og vandaðar frétta­skýringar um mál­efni líðandi stundar, um allt það sem gerist ekki á Ís­landi,“ segir Guð­mundur.

Heims­kvið­ur hafa ver­ið á dag­­skrá frá því haust­ið 2019 og hafa not­ið mik­ils lofs hlust­end­a. Þætt­irn­ir voru tekn­­ir af dag­­­skrá í síðasta mánuði vegn­a hag­ræð­ing­ar inn­­an RÚV en ný­­leg­a fækkaði stöðu­gildum frétta­stofunnar um níu.

„Við hlökkum mikið til að halda á­fram að kafa dýpra í allt það sem er að gerast í heiminum. Af nógu er að taka,“ segir Birta sem þakkar hlust­endum fyrir á­hugann.