Þar var hulunni svipt af nýju kampavíni sem Hnoss og Kampavínsfjelagið hafa gert í samstarfi við Piper-Heidsieck, kampavínshúið sem Marilyn Monroe hafði mikið dálæti á og margir aðrir fyrr og síðar.

Kampavínið ber heiti Essentiel by Kampavínsfjelagið & co og er sérstaklega gert til þess að parast vel með íslensku hráefni og ekki síður til þess að renna ljúflega niður í félagsskap Íslendinga.

Það voru þau Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, Stefán Viðarsson og Þórunn Björg Marinósdóttir, eigendur Hnoss sem unnu að gerð vínsins ásamt Stefáni Einari Stefánssyni frá Kampavínsfjelaginu. Þau nutu leiðsagnar Emilien Boutillat, kjallarameistara Piper-Heidsieck og Céline Machado en hún var viðstödd athöfnina í Hörpu á fimmtudag.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 19.jpg

„Lokahnykkurinn við gerð vínsins fór fram í Reims í Champagne-héraði í janúar síðastliðnum og í byrjun mars var vínið svo tekið af geri. Það hefur svo verið látið hvíla í kjöllurum Piper-Heidsieck þar til í byrjun september þegar það var flutt til landsins. 2.442 flöskur voru framleiddar af víninu,“ segir Stefán Einar sem er afar ánægður með útkomuna.

Vínið féll í kramið hjá fólki þegar fyrstu flöskurnar af því voru opnaðar á Hnoss. Grunárgangur þess er frá 2014 og samanstendur af 47% Pinot Noir, 31% Pinot Meunier og 22% Chardonnay. Í ræðu sem Stefán Einar hélt í tilefni frumsýningar vínsins sagði hann að niðurstaðan hefði verið að skapa þurrt og brakandi ferskt kampavín sem hentað gæti vel fyrir Hnoss. Þar komi saman matgæðingar og unnendur tónlistar af fjölbreyttum toga. Vínið hafi því þurft að parast vel með hnossgætinu sem Fanney Dóra og hennar fólk galdrar fram á jarðhæðinni í Hörpu en ekki síður að það gæti svalað þorsta og frískað fólk fyrir tónleika, í hléi eða að viðburðum loknum í tónlistarhúsinu.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 07.jpg

Í tilefni þess að vínið er komið á markað kynnti Fanney Dóra fjóra nýja rétti sem parast fullkomlega með kampavíninu. „Réttirnir byggja allir á íslensku hágæða hráefni, íslenskri rófu, íslensku lambi og íslenskum þorski,“ segir Fanney Dóra sem var í essinu sínu í tilefni dagsins.

Gleðin var við völd hjá gestum kvöldsins eins og sjá má á myndunum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 01 (1).jpg

Fjölmargir kampavínsklúbbar lögðu leið sína á viðburðinn.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 03.jpg

Landsliðskokkarnir létu sig ekki vanta.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 14.jpg

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 16.jpg

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari og eigandi Hnoss, Stefán E. Stefánsson formaður Kampavínfjelagsins 12.jpg