„Við deyjum nú ekki ráðalaus þótt hætt hafi verið við Stóreldhússýninguna í Laugardalshöll þetta árið heldur ákváðum við að halda bara sýningu heima í héraði eða hér hjá okkur í Bako Ísberg og erum að fá risa nöfn í heiminum sem eru mættir til landsins til að kynna allt það helsta í þessum geira eftir Covid. Við erum einungis með sýninguna hjá okkur að Höfðabakka 9,“segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri hjá Bakó Ísberg.

FBL Stóreldhússýningin Bako Ísberg 2021 2.jpeg

Mikið verður um dýrðir og í tilefni af Stóreldhússýningu Bako Ísberg verður heimsfrumsýning á snjallvínkælinum ECELLAR 185 frá La Sommeliére hér á Íslandi en kælirinn er fyrsti sinnar tegundar sem hugsar fyrir þig og auðveldar vínáhugamönnum lífið.„Við erum ótrúlega stolt af því að frumsýna snjalla vínkælinn sem gerir allt fyrir mann nema að drekka vínið,“segir Eva bætir því að eftir marga ára þróun hafi hugmyndin af snjalla vínkælinujm loksins orðið að veruleika.„Hugmyndafræðin er þannig að hver hilla er sérhönnuð til að vera með sitt eigið hitastig en skápurinn og allar hillur hans eru tengdar sérstöku appi sem kallast VINOTAGE sem er síðan beintengt stærsta vín gagnaveri í heimi VIVION.“

FBL Stóreldhússýningin Bako Ísberg 2021.jpeg

Snjalla vínkælinn er hægt að skoða á Stóreldhússýinginu Bako Ísberg sem fram dagana 4. – 5. nóvember að Höfðabakka 9B.

FBL Stórsýning Bako Ísberg 2021 4.jpg

Einföld og snilldar hönnun sem gerir allt nema að drekka vínið fyrir þig./Ljósmyndir aðsendar.