Sjöfn Þórðar­dóttir fer um víðan völl í þættinum Matur og Heimili sem er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld.

Hún heim­sækir eitt frum­legasta bakarí landsins og býður svo á­horf­endum í heim­sókn í eld­húsið sitt og eldar ný­stár­legan rétt; djúp­steiktan kjúk­ling borinn fram á vöfflu, New Or­leans Hood Sty­le.

Í G.K. bakaríi eru bakara­meistarnir Guð­mundur Helgi Harðar­son og Kjartans Ás­björns­son í óða­önn að undir­búa jóla­baksturinn og hafa meðal annars full­komnað ensku jóla­kökuna að sínum ætti. Auk þess sem þeir liggja á fleiri leyndar­dóms­fullum upp­skriftum af jóla­kökum.

Þátturinn er frum­sýndur kl. 19.00 í kvöld og fyrsta endur­sýning er kl. 21.00.

Hér má sjá sýnis­horn úr þættinum: