Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson virðist vera hættur að heilsa með handabandi, ef marka má nokkuð létta Facebook færslu hjá kappanum þar sem hann tjáir sig um málið og lætur fylgja með mynd af tveimur apaköttum í faðmlagi.

Í færslunni spyr hann hvort lesandi telji hann vera „fóbískan“ sérvitring eða mann með heilbrigða skynsemi ef hann myndi setja inn eftirfarandi stöðufærslu á Faceobok um handabandsvenjur sínar.

„Frá og með deginum í dag mun ég hætta að heilsa með handabandi. Þessi í stað faðma ég viðkomandi eða „olnboga“ (snertumst með olnbogunum),“ skrifar Heimir og lætur fylgja með feiminn broskall.