Fyrir mér eru heimildar­myndir spegill á sam­fé­lög, það er líka hægt að sýna manni mun ó­trú­legri hluti í heimildar­mynd heldur en leikinni af því að það er eitt­hvert sann­leik­selement í þeim sem fær okkur til að trúa. Við leitumst við að sýna heimildar­myndir þar sem kvik­mynda­miðilinn er notaður til að segja sögur,“ segir Ingi­björg Hall­dórs­dóttir, fram­kvæmda­stýra IceDocs-heimildar­mynda­há­tíðarinnar sem fram fer helgina 15. til 19. júlí á Akra­nesi.

Þetta er í annað sinn sem há­tíðin er haldin en fyrsta IceDocs-há­tíðin fór fram síðasta sumar.

„Fyrsta há­tíðin gekk mjög vel og hróður hennar hefur borist mjög hratt í þessum há­tíða-heimi. Við fengum góða dóma í er­lendum miðlum og gestirnir okkar elskuðu há­tíðina en ekki síður Akra­nes. Við vorum með sam­starf við Kvik­mynda­safn sem við ætlum að halda á­fram í ár og sýndum yfir 50 heimildar­myndir og héldum við­burði á hverju kvöldi,“ segir Ingi­björg.

Að sögn Ingi­bjargar stendur stór al­þjóð­legur hópur að skipu­lagningu há­tíðarinnar.

„Há­tíðin varð til eftir spjall okkar Halls Árna­sonar, sem stofnaði há­tíðina með mér. Við elskum bæði heimildar­myndir og fannst að þær mættu fá meira vægi í menningunni og á­kváðum að gera bara eitt­hvað í því. Þegar ég fékk það í gegn að svona há­tíð ætti hvergi annars staðar heima en á Akra­nesi þá fengum við Heiðar Mar með okkur í lið og við rekum há­tíðina. Það er svo stór hópur sem hefur hjálpað okkur með verk­efnið, alls staðar að úr heiminum,“ segir Ingi­björg.

Færri komast að en vilja

Leik­konan Steinunn Arin­bjarnar­dóttir er við­burða­stýra há­tíðarinnar.

„Þetta er alveg ó­trú­lega skemmti­legt verk­efni. Ég sé að miklu leyti um við­burði á há­tíðinni. Í for­grunni verða svo auð­vitað myndirnar. Við munum sýna heimildar­myndir hvaða­næva úr heiminum. Þetta er fjöl­breytt og flott úr­val mynda og það var mikil á­sókn í að sýna myndir á há­tíðinni. Það var ó­trú­lega skemmti­legt og því þurftum við að velja úr stórum hópi frá­bærra mynda til að sýna,“ segir hún.

Steinunn segir að skipu­leggj­endur há­tíðarinnar hafi vissu­lega þurft að að­laga hana breyttum að­stæðum en að það hafi verið gleði­legt að lendingin varð sú að há­tíð færi fram í ár.

„Við á­kváðum að halda há­tíðina. Kvik­mynda­há­tíðir um allan heim hafa farið fram með breyttu sniði og frjóar hug­myndir hafa fengið að blómstra í þessum málum undan­farið. Há­tíðin er náttúru­lega haldin á Akra­nesi sem er alveg ofsa­lega skemmti­legur staður. Ég held að það sé al­gengt að fólk þekki ekki nógu vel til bæjarins, þar sem hann er að­eins út úr leið, maður keyrir ekki í gegnum bæinn á leiðinni norður til dæmis. En það svífur alveg ó­trú­lega mikill sjarmi yfir bænum. Gamall bær, fal­leg hús og margt að skoða. Í sumar á fólk endi­lega að sækja sem mest út á land og í sitt nær­um­hverfi,“ segir Steinunn.

Það sé því kjörið að skreppa upp á Akra­nes í júlí og horfa á nokkrar fræðandi, á­huga­verðar og skemmti­legar heimildar­myndir.

„Það er stutt að fara en svo allt öðru­vísi stemning. Bíó­höllin á Akra­nesi er eitt fal­legasta bíó­hús sem til er á landinu að mínu mati. Svo erum við líka að nota alls konar ó­hefð­bundin rými fyrir aðra við­burði. Svo erum við búin að bóka alveg ó­trú­lega frá­bæra dag­skrá, uppi­stand og tón­listar­at­riði. En við fylgjumst vel með ef ein­hverjar frekari tak­markanir verða settar á fjölda gesta,“ segir hún. Klukkan 17.00 í dag hefst sér­stakt upp­hitunar­hóf fyrir há­tíðina á Hlemmi Square þar sem dag­skrá hennar verður kynnt.