Áhugavert er að geta þess wasabi er meðal annars bólgueyðandi, bakteríudrepandi og er talið drepa bakteríur sem stuðla að magakrabbameini, auk annara góðra þátta fyrir líkama okkar og má því segja að þetta sé góð heilsujurt með lækningarmátt. Hægt er að fá ekta íslenskt wasabi sem ræktað er í Fellabæ á Austurlandi hjá Nordica wasabi. Umfram allt er þetta ótrúlega gott salat til að njóta í góðum félagsskap.

Heilsusamlegt hátíðarandasalat toppað með ferskri wasabirót

1 stk. reykt andabringa (sneidd í örþunnar sneiðar)

1 búnt af wasabi salatblöðum (má líka hafa blómin ef vill)

Handfylli klettasalat

1 stk granatepli (nýta granateplafræin)

½ dós mjúkur geitaostur

Handfylli af bláberjum

Rifinn parmesanostur eftir smekk

Rifin fersk wasabi rót eftir smekk

Dressing ef vill

1 tsk. dijon sinnep

4 msk. góð olífuolía

2 msk. eplaedik

rifið ferskt wasabi eftir smekk.

Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk.

Hægt er að kaupa reykta andabringu í öllum helstu matarvöruverslunum og sælkerabúðum. Einnig er hægt að elda andabringu á sinn máta eða nýta afgang að önd, hvort sem um er að ræða andabringu eða andalæri confit.

Byrjið á því að rífa niður wasabiblöðin og blandið saman við smá klettasalat. Leggið í stóra grunna skál. Pískið saman hráefnið í dressingum og veltið salatinu upp úr. Síðan er andabringa sneidd niður í örþunnarsneiðar og þeim raða á fallegan hátt yfir salatið.Myljið eða dreifið geitaostinum yfir í smáum skömmtum. Skerið síðan granateplið í tvennt og náið kjörnunum úr og dreifið granateplakjörnum yfir allt saman og handfylli af bláberjum. Einnig er hægt að vera með blóðappelsínu og skera í lauf og bæta við sætu bragði, passar líka vel við þessa blöndu. Loks salatið toppað með rifnum parmesanosti, bæði hægt að gera það gróft og fínt og ferskri wasabirót. Mikilvægt er að rífa wasabirótina niður rétt áður en salatið er þar sem bragðgæðin eru allra best fyrstu 20 mínúturnar eftir að hún er rifin niður.

Gaman er að bera þetta salat bæði fyrir auga og munn. Einnig er hægt að bæta við salatið sínum uppáhalds ávöxtum.