Stjörnuparið Hjör­var Haf­liða­son og Heið­rún Lind Marteins­dóttir voru saman­lagt með yfir fjórar milljónir í mánaðar­laun í fyrra sam­kvæmt á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­stjóra sem lögð var fram í gær.

Heið­rún Lind er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) og var með rúmar 3,7 milljónir í mánaðar­laun í fyrra.

Hjör­var Haf­liða­son, fjöl­miðla­maður og þátta­stjórnandi vin­sæla í­þrótta­hlað­varpsins Dr. Foot­ball, var með rétt rúmar 500 þúsund krónur í mánaðar­laun í fyrra.

Saman­lögð mánaðar­laun parsins eru því 4,2 milljónir eða um 50 milljónir á ári.

Hjörvar og Heiðrún hafa haft mörg járn í eldinum undanfarin misseri og er óhætt að segja að hér sé á ferðinni eitt glæsilegasta par landsins.