Skipuleggjendur Met Gala tískuhátíðarinnar tilkynntu í dag að þema næsta árs yrði að fagna lífi og starfi Karl Lagerfeld sem féll frá árið 2019.

Það helst í hendur við tilvonandi sýningu á Metropolitan Museum of Art í New York sem fjallar um hönnun Lagerfeld í gegnum árin.

Lagerfeld hóf störf sem listrænn stjórnandi hjá Chanel árið 1983 og hélt því starfi áfram þar til hann lést. Þá setti hann á laggirnar eigið vörumerki, Karl Lagerfeld.

Met Gala-kvöldið hefur verið haldið fyrsta mánudag maímánðar allt frá árinu 1948 til styrktar búninga og tískudeild Metropolitan safnsins í New York.

Kvöldið er eitthvað stærsta og virtasta innan tískuheimsins en flestar af þekktustu stjörnum heims mæta í sínu fínasta pússi.

Á hverju er ákveðið þema ákveðið en fyrr á þessu ári var þemað Gilded glamour.