Ofurfyrirsætan Heidi Klum er laumulega gengin í það heilaga með unnusta sínum Tom Kaulitz, úr hljómsveitinni Tokio Hotel. Parið trúlofaði sig síðastliðinn desember en virðist ekki hafa beðið lengi með að ganga niður altarið.

Parið hefur ekki tjáð sig opinberlega

Óstaðfestar heimildir herma að hjónin hafi gift sig í leynilegri athöfn í febrúar. Heidi og Tom hafa verið saman í tæplega tvö ár en þau gerðu samband sitt opinbert á Cannes kvikmyndahátíðinni í fyrra.

Tom er þriðji eiginmaður Heidi en hún á fimm börn úr fyrr samböndum.

Hér má sjá parið á hrekkjavöku í fyrra þar sem þó fóru í hlutverk Shrek og Fionu.
Fréttablaðið/Getty