Heiðar Örn Kristjáns­son, með­limur hljóm­sveitarinnar Botn­leðju, og kærastan hans, Kolla Haralds­dóttir, eiga von á barni saman í septem­ber á þessu ári. Parið deilir fréttunum á sam­fé­lags­miðlum í dag.

„Nei nú er ég svo al­deilis hissa! Það er von á litlu kríli í septem­ber! Hamingjan er hér,“ segir Heiðar í færslu sem hann deilir á Face­book og má sjá hér að neðan.

Nei nú er ég svo aldeilis hissa! Það er von á litlu kríli í september! Hamingjan er hér 🥰❤️

Posted by Heiðar Örn Kristjánsson on Tuesday, 9 March 2021