Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann frumsýnir nýtt húðflúr á Facebook síðu sinni í kvöld til heiðurs Gunnars Viðars Árnasonar, besta vinar síns og uppeldisbróðurs sem lést í flugslysi árið 2000.

Hann hafi lengi velt því fyrir sér hvernig hann gæti heiðrað minningu Gunnars í formi húðflúrs og að flúrið sem er mynd af Vestmannaeyjum með fæðingardegi Gunnars sé táknrænt.

Í færslunni lýsir Heiðar því að hann hafi lengi reynt að heiðra Gunnar á þann hátt sem hægt er, meðal annars með því að halda minningu hans á lofti með ýmsum sögum af lífi Gunnars.

Heiðar sé ættaður frá Eyjum og að Gunnar hafi látist á leið sinni heim frá Þjóðhátíð en síðasta minning Heiðars af æskuvini sínum voru á Þjóðhátíðinni þar sem þeir hafi eytt tíma saman brosandi og hlæjandi með fjölskyldu Heiðars.

Facebook-færsla Heiðars
mynd/Facebook-síða Heiðars