Lífið

Heiða Kristín og Guð­mundur selja í­búðina á Öldu­götu

Heiða Kristín Helga­dóttir, ein af stofn­endum Besta flokksins og Bjartrar fram­tíðar, og Guð­mundur Kristján Jóns­son, skipu­lags­fræðingur og fyrr­verandi að­stoðar­maður Þor­gerðar Katrínar Gunnars­dóttur, eru búin að setja í­búðina sína við Öldu­götu í Vestur­bæ á sölu.

Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir og Guðmundur Kristján Jónsson.

Heiða Kristín Helgadóttir, ein af stofnendum Besta flokksins og Bjartrar framtíðar, og Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, eru búin að setja íbúðina sína við Öldugötu í Vesturbæ á sölu.

Sett verð á íbúðina eru tæpar 65 milljónir en hún er 129 fermetrar að stærð. Um er að ræða stórglæsilega og bjarta íbúð með sérinngangi en hún skiptist í forstofu, hol, þrjú herbergi, nýuppgert baðherbergi og stofu með opnu eldhúsi. Þakið var yfirfarið í sumar og þá var gert við sprungur utan á húsinu í fyrra. 

Óhætt er að segja að um sé að ræða eign á besta stað í göngufæri við miðbæ og alla helstu þjónustu. 

„Við Heiða Kristín erum í jólaskapi og bjóðum þessa frábæru eign á sannkölluðu jólaverði bara í desember. Vek sérstaka athygli á bílskúrnum. Mikill andi þar. Musteri handa og hugans,“ segir Guðmundur í færslu á Facebook.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Skyggnst á bak við tjöldin í Ófærð

Lífið

Þýddi Hnotubrjótinn úr fornþýsku

Lífið

Penny Marshall látin 75 ára að aldri

Auglýsing

Nýjast

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Auglýsing