Í nýjasta þætti hlaðvarpisins Hæ hæ í umsjón Helga Jean Claessen og Hjálmars Arnar Jóhannssonar ræða þeir við tvo dyggustu hlustendum þáttarins, vinkonurnar Þórunni Elvu Þorgeirsdóttur og Alídu Guðmundsdóttur.

Í þættinum ræða þau meðal annars það hvernig hægt sé að sjá hvort fólk er á lausu á samfélagsmiðlum með breyttum myndbirtingum.

Vinkonurnar eru báðar á lausu líkt og Helgi.

Breyttar myndbirtingar

Hjálmari þótti sérstakt að Þórunn og Alída hafi farið í Instagram-pásu á dögunum þar sem hann hélt að það myndi frekar gefa til kynna að þær væru í sambandi.

„Við fórum í Instagram og áfengispásu,“ upplýsir Þórunn og segir ástæðuna hafa verið til að komast undan áreiti, þar sem samfélagsmiðlar geta verið mikill tímaþjófur.

Þórunn og Alída voru sammála um að hegðunarmynstur á samfélagsmiðlum geti gefið til kynna sambandsstöðu fólks og skildu hvers vegna Hjálmar hafi lesið svona þetta hjá þeim.

„Ég er alveg sek þarna," segir Þórunn og upplýsir að yfirmaður hennar hafi lesið í hegðun hennar á samfélagsmiðlum eftir hún hætti með fyrrverandi kærasta sínum í sumar.

Dæmi um breytta Instagram-hegðun getur verið þegar fjölda fer myndum úr skemmtanalífinu og ræktinni, fleiri pósu-myndir, alltaf gaman hjá viðkomandi og mikið í gangi.

Hjálmar tekur undir vangaveltur vinkvennanna og nefnir dæmi: „Ein vinkona mín var alltaf að setja inn partý myndir, alltaf svo gaman ég var alltaf að fylgjast með henni og það var svo gaman. Svo byrjaði hún í sambandi og þá voru bara einhverja himnamyndir og ekkert, gjörsamlega skrúfað fyrir,“ upplýsir Hjálmar.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: