Mat­hilda Gregors­dóttir, mark­þjálfi og skóla­stýra E­volvia, ræddi um kyn­lífs­venjur sínar í þættinum Undir yfir­borðinu sem sýndur er á Sjón­varps­stöðinni Hring­braut. Matt­hilda greinir frá því að hún og eigin­maður hennar hafi stundað kyn­líf dag­lega síðan árið 2008 þegar þau tóku sam­eigin­lega á­kvörðun um leggja á­herslu á kyn­líf sitt. Það eru um það bil 4.000 dagar af kyn­lífi sam­fleytt.

Alls­herja­runaður og al­sæla

„Ég og maðurinn minn höfum verið gift núna í 25 ár og fyrir 11 árum síðan síðan kemur hann með grein sem mælir með því að stunda kyn­líf dag­lega,“ segir Mat­hilda. Þau hjónin hafa vanið sig á að svara hug­myndum hvors annars játandi svo þegar eigin­maður hennar stakk upp á þau létu reyna á þetta á­kvað hún að slá til.

„Þetta var árið 2008 og við erum enn,“ segir Mat­hilda brosandi. Það hafi svo sannar­lega bætt sam­bandið að ríða á vaðið og gera það að reglu að sofa saman dag­lega að mati Mat­hildu.

„Ég er búin að upp­lifa fullt af mis­munandi full­nægingum á mis­munandi hátt og geng um í ein­hvers­konar al­sælu eftir það.“ Mat­hilda hafði aldrei áður kynnst hversu opinn líkaminn gat verið og segist hafa upp­lifað alls­herja­runað (e. full body orga­sm) oftar en einu sinni.

Allsherjarunaður eða full body orgasm hefur áhrif á allan líkamann.
Fréttablaðið/Getty

Öll vandamálin leyst

Þessi regla hjónanna hafði þó ekki að­eins já­kvæð á­hrif á kyn­lífið heldur einnig á sam­bandið. Mat­hilda lýsir því að nánd milli hennar og eigin­manns síns hafi aukist til muna og að hún sé full­nærð alla daga vegna þessa.

Kyn­lífið sé einnig góð leið til að takast á við vanda­mál. „Þegar við erum í fýlu út í hvort annað þá þurfum að leysa úr því til að geta stundað kyn­líf,“ bætir Mat­hilda við.

Skoðar allar hliðar líkamans

Eftir að hjónin byrjuðu að sofa saman dag­lega fór Mat­hilda að upp­lifa svo mikið af nýjum hlutum að hún fann sig knúna til að ræða það við ein­hvern. „Það var þá sem ég kynntist ISTA.“ ISTA býður upp á nám­skeið þar sem hægt er að kynna sér and­legar og líkam­legar leiðir sem tengjast kyn­orku.

Mat­hilda lærði mikið af nám­skeiðinu og fór í kjöl­farið að kenna slík nám­skeið sjálf. „Það er unnið með líkamann, til­finninga líkamann og and­lega líkamann.“ Hún segir alla geta grætt á því að kynnast sjálfum sér betur. Hér má horfa á við­talið í heild sinni.