Helgi Hrafn Gunnars­­son, þing­­maður Pírata, kippir sér ekki upp við þær grín­­myndir sem fólk hefur leikið sér við að búa til í kringum við­brögð hans við skjálftanum sem varð á þriðju­dag, þegar hann hljóp úr pontu Al­þingis í miðri ræðu. Honum finnst heldur ekki at­huga­vert að fyrir­­­tæki nýti sér slíkar myndir, oft kallaðar „memes“, í aug­­lýsingum sínum á sam­­fé­lags­­miðlum.

Nokkur fyrir­tæki hafa þannig kostað aug­lýsingar á sam­fé­lags­miðlum á borð við Insta­gram og Face­book og hafa við­brögð Helga Hrafns og Katrínar Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra við jarð­skjálftanum verið þar í aðal­hlut­verki. Katrín var í miðju við­tali við Was­hington Post á Youtu­be þegar skjálftinn varð og náðust við­brögð hennar við skjálftanum því einnig á mynd­band. Í aug­lýsingunum eru við­brögð þeirra þó ekki við jarð­skjálfta af stærð 5,6 heldur við til­boðum eða út­sölum.

Í aug­lýsingu úti­vistar­búðarinnar Gang­lera Out­fitters er for­sætis­ráð­herrann til að mynda afar spennt fyrir verðum verslunarinnar á ullar­nær­fötum, og Helgi hleypur beint úr pontu til að kaupa sér þau. Hann virðist í annarri aug­lýsingu afar spenntur fyrir svo­kölluðum sölu­launum Bíla­hallarinnar.

Auglýsingarnar tvær sem minnst var á. Önnur er frá útivistarbúðinni Ganglera Outfitters en hin frá bílasölunni Bílahöllinni.
Skjáskot/Facebook/Instagram

Ræðan féll í skugga skjálftans

„Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessu,“ sagði Helgi Hrafn þegar Frétta­blaðið leitaðist eftir við­brögðum hans við aug­lýsingunum. „Fólk má gantast með stjórn­mála­menn og það sem við gerum og segjum í pontu. Það er ekki höfundar­rétta­varið.“

„Mér finnst ekkert að því að fólk gantist í aug­lýsingum og satt best að segja finnst mér eigin­lega að fólk verði full­fljótt móðgað yfir svona. Það er ekki mitt hlut­verk að verða móðgaður yfir þessu,“ heldur hann á­fram og tekur grínið ekki inn á sig.

„Það sem fer helst fyrir brjóstið á mér er það að um­ræðan sem var í gangi og ræðan sem ég var að flytja þegar skjálftinn varð, féll dáldið í skuggann af honum. En náttúru­öflin eru ó­út­reiknan­leg og verða að hafa sinn gang.“ Helgi var nefni­lega í miðri ræðu undir liðnum störf þingsins, um nýju stjórnar­skrána, mál sem stjórnar­and­staðan hefur barist fyrir í nokkurn tíma, þegar skjálftinn varð og hann forðaði sér úr pontunni.

Hér eru þá fleiri dæmi um memes sem hafa verið búin til í kringum við­brögð Helga og Katrínar. Þessi hafa þó ekki verið notuð í aug­lýsinga­skyni:

View this post on Instagram

gleðilegt nytt har

A post shared by Menningarmyndir (@menningarmyndir) on

View this post on Instagram

5 á richter með nylon

A post shared by Menningarmyndir (@menningarmyndir) on