Ó­þreytandi og ó­þekktur hrekkja­lómur heldur á­fram að birta myndir af leikaranum lands­þekkta Ingvari E. Sigurðs­syni á Face­book. Réttara væri kannski að segja mynd í ein­tölu því mynd­birtingarnar ganga jú út á það; að birta sömu svart­hvítu myndina af Ingvari á hverjum einasta degi. Leikarinn segist ekki hafa hug­mynd um hver standi á bak við upp­á­tækið.

Ó­víst er hver stendur að baki mynd­birtingunum en síðan „Sama myndin af Ingvari E. Sigurðs­syni á hverjum degi“ var stofnuð árið 2015. Um­sjónar­maður hennar hefur svo birt þessa sömu mynd á hverjum degi síðan með ein­staka undan­tekningum.

Að­dá­endur síðunnar, sem eru nú tæp­lega sex þúsund, fóru fljótt að sakna dag­skammtsins af Ingvari eftir að síðan hætti að birta myndina þann 27. desember árið 2018. Um hálfu ári síðar, þann 16. júní, kom Ingvar þó aftur sterkur til baka og hefur nú birst færsla nánast dag­lega síðan.

Varð um og ó

Frétta­blaðið náði tali af Ingvari þar sem hann var „í kósý með fjöl­skyldunni“ á páska­dag til að at­huga hvort hann vissi af mynd­birtingunum. „Er það enn þá í gangi?“ spurði Ingvar hissa þegar Frétta­blaðið greindi honum frá því að síðan hefði birt mynd í dag. Hann segist ekki átta sig á hvers vegna ein­hver hefur á­huga á því að birta dag­lega mynd af honum en stressar sig ekki á at­hæfinu.

„Fyrst þegar ég heyrði af þessu varð mér eigin­lega um og ó því ég vissi ekki hvers kyns væri en svo fór ég að sjá þetta og þá var þetta bara ó­sköp vina­legt,“ segir hann. „Mér finnst þetta svo­sem allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að fárast yfir þessu, það er svo margt annað í þessu lífi.“

Hann segist þá ekki vita hver stendur á bak­ við síðuna: „Ég hef ekki hug­mynd um það, hef sko ekki grænan grun.“

Að­spurður segist Ingvar þokka­lega sáttur við mynda­val hrekkja­lómsins. „Myndin er nú kannski að­eins komin til ára sinna en þetta er fín mynd.“