Sig­rún Daníels­dóttir er þriggja barna móðir, bú­sett í Reykja­vík. Hún er sál­fræðingur að mennt og starfar við geð­rækt á sviði lýð­heilsu. Áður fyrr starfaði Sig­rún á barna- og ung­linga­geð­deild þar sem hún vann aðal­lega við með­ferð átraskana. Sig­rún hefur tekið ríkan þátt í sam­fé­lags­bar­áttu og fræði­störfum á sviði líkams­virðingar um ára­bil og skrifaði meðal annars barna­bókina „Kroppurinn er krafta­verk – Líkams­virðing fyrir börn“ fyrir nokkrum árum.

Þróaði með sér átröskun í kjölfar fitufordóma

Þegar Sig­rún var yngri varð hún sjálf fyrir fitu­for­dómum sem hún segir hafa leitt til átröskunar.

„Mér var kennt að líkami minn væri ó­á­sættan­legur. Í starfi mínu sem með­ferðar­aðili á þessu sviði hitti ég mörg ung­menni sem áttu svipaða sögu að baki. Þegar ég var í námi hafði ég kynnst fræða­sam­fé­lagi þar sem átti sér stað mikil um­ræða um hvernig sam­fé­lagið mótar við­horf okkar og líðan til líkama okkar og hvaða gildis­mat ríkir í kringum okkur í þessu sam­bandi.

Smám saman varð mér ljóst að til þess að draga úr þeirri marg­vís­legu þjáningu sem rekja má til ríkjandi sam­fé­lags­við­horfa gagn­vart líkams­vexti, allt frá slæmri líkams­mynd og át­vanda­málum til for­dóma og mis­mununar, er nauð­syn­legt að ráðast að rót vandans og breyta þessum við­horfum.

Það þarf að vera jafn viður­kennt og sjálf­sagt að við erum mis­munandi í vexti eins og við erum mis­jafn­lega há­vaxin og höfum ó­líkt and­lits­fall, húð­lit, augn­lit, kyn­hneigð og svo fram­vegis,“ segir Sig­rún um á­stæðu þess að mál­efni líkams­virðingar hafi orðið henni hug­leikin.

„Sá tími frá því hið svo­kallaða „of­fitu­stríð“ hófst hefur ein­kennst af gríðar­lega nei­kvæðri og smánandi orð­ræðu um feitt fólk.“

Sig­rún segir fitu­for­dóma hafa verið ríkjandi í vest­rænni menningu mjög lengi og að rann­sóknir hafi tengt þessa tegund for­dóma við sam­fé­lags­við­horf í menningu okkar. Sjálf segist hún verða vör við for­dómana og bendir á að er­lendar rann­sóknir hafi sýnt fram á að fitu­for­dómar hafi aukist á undan­förnum ára­tugum.

„Sem er ekki undar­legt þegar litið er til þess hvernig opin­ber um­ræða hefur verið um feitt fólk á þessum tíma. Sá tími frá því hið svo­kallaða „of­fitu­stríð“ hófst hefur ein­kennst af gríðar­lega nei­kvæðri og smánandi orð­ræðu um feitt fólk bæði í máli og myndum sem má finna alls staðar í sam­fé­laginu, í frétta­miðlum, sam­fé­lags­miðlum, kvik­myndum, sjón­varps­þáttum, barna­efni og jafn­vel náms­efni. Þegar augu manns hafa einu sinni opnast fyrir þessu verður maður var við þetta nánast hvert sem litið er,“ segir Sig­rún.

Fitufordómar þóttu ekkert tiltökumál þar til nýlega

Sig­rún segir að það að verða fyrir for­dómum hafi nei­kvæð heilsu­fars­leg á­hrif á fólk, bæði and­lega og líkam­lega. Það undir­striki því mikil­vægi þess að vinna gegn for­dómunum eigi heilsu­efling að eiga sér stað.

„Við vitum í dag að fitu­for­dómar, eins og allt annað fé­lags­legt ó­rétt­læti, er skað­legt bæði sam­fé­laginu og ein­stak­lingnum. Rann­sóknir sýna að feitir ein­staklingar verða fyrir for­dómum bæði í námi og vinnu, raunar hafa fitu­for­dómar komið fram í öllum þeim að­stæðum og hjá öllum þeim starfs­stéttum sem skoðaðar hafa verið. Þangað til mjög ný­lega þóttu þessi við­horf ekkert til­töku­mál og því ekki undar­legt að þau séu út­breidd,“ segir hún.

„Við getum ekki horft fram hjá því að opin­ber um­ræða um of­fitu hefur við­haldið nei­kvæðri staðal­mynd af jaðar­settum hópi og veitt endur­tekið skot­leyfi á hann.“

Að­spurð út í þá um­ræðu sem mikið hefur verið fjallað um, um að Ís­land sé orðin feit þjóð, segir Sig­rún mjög mikil­vægt að nýta leiðir til að bæta heilsu sem fela ekki í sér nei­kvæða orð­ræðu um holda­far heldur beinast að heilsu og lífs­venjum.

„Þau skila­boð eiga við um alla og þurfa ekki að beinast að sér­stak­lega að fólki í til­teknum þyngdar­flokkum. Fyrir utan að við vitum að besta leiðin til að hafa á­hrif á lífs­venjur er ekki að predika yfir fólki heldur að hag­ræða um­hverfinu þannig að holla valið verði auð­velda valið. Hafa ekki sæl­gæti við kassana í mat­vöru­verslunum. Hafa niður­skorna á­vexti og græn­meti á boð­stólunum heima, í skólanum og vinnunni. Hafa tóbaks­vörur ekki sýni­legar í búðum og selja ekki á­fengi þar. Þetta eru allt þættir sem hafa bein á­hrif á heilsu­hegðun fólks.

Við heyrum oft talað um að það sé mikil­vægt að halda á lofti um­ræðu um of­fitu en verðum að velta fyrir okkur hverju sú um­ræða á að skila. Ef þú vilt bættar heilsu­venjur í sam­fé­laginu þá er miklu á­hrifa­ríkara að skapa að­stæður sem auð­velda fólki að lifa heilsu­sam­legu lífi.

Við getum ekki horft fram hjá því að opin­ber um­ræða um of­fitu hefur við­haldið nei­kvæðri staðal­mynd af jaðar­settum hópi og veitt endur­tekið skot­leyfi á hann. Þegar sú um­ræða sem hefur verið í gangi undan­farna ára­tugi er inni­halds­greind sést vel að hún er hvorki vald­eflandi né heilsu­eflandi heldur hefur hún þvert á móti haft nei­kvæð á­hrif á stöðu feitra,“ segir hún.

Konur verða gjarnan fyrir meiri fordómum en karlar

Sig­rún segir fólk auð­vitað verða fyrir for­dómum af ýmsum toga sem ekki eru tengd holda­fari þeirra svo sem húð­litar, fötlunar, kyns og kyn­hneigðar. Hún segir um­ræðuna um þá for­dóma sem betur fer há­væra líka. Það sé þó vitað að fitu­for­dómar séu síst minna vanda­mál en for­dómar af öðrum toga.

„Er­lendar rann­sóknir benda til þess að þeir séu á pari við for­dóma vegna kyns og kyn­þáttar. Við vitum líka að á­kveðnir hópar verða frekar fyrir fitu­for­dómum en aðrir, til dæmis verða konur gjarnan fyrir meiri for­dómum en karlar vegna holda­fars, og við lægri þyngd en þeir. Fita er því með sanni femíniskt mál­efni,“ segir hún og bætir við:

„Al­mennt hafa rann­sóknir á for­dómum sýnt að það er tvennt sem auka líkur á því að fólk verði fyrir for­dómum. Í fyrsta lagi er það sýni­leiki þeirra eigin­leika eða stöðu sem for­dómarnir beinast að. Því sýni­legri, því lík­legra er að þú verðir fyrir ein­hvers­konar að­kasti. Í öðru lagi er það stjórna­leiki. Ef þú ert á­litinn per­sónu­lega á­byrgur fyrir eigin­leikanum eða stöðunni er lík­legra að þú verðir fyrir nei­kvæðu við­móti en ella.“

Ekki allt heilbrigðisfólk með fordóma

Að­spurð um heil­brigðis­kerfið og þá for­dóma sem fólk segist gjarnan verða fyrir frá heil­brigðis­starfs­fólki vegna þyngdar sinnar segir Sig­rún um­ræðuna mikil­væga.

„Við erum á þeim stað akkúrat núna að um­ræða um fitu­for­dóma sem sam­fé­lags­legt vanda­mál, og fé­lags­legt ó­rétt­læti, er frekar ný af nálinni. Full­orðið fólk í dag var ekki alið upp við að slík við­horf væru for­dómar heldur bara eðli­legar og rétt­mætar skoðanir. Þannig að auð­vitað eru fitu­for­dómar meðal heil­brigðis­starfs­fólks eins og annarra starfs­stétta.

Það þýðir samt ekki að allt heil­brigðis­starfs­fólk sé með for­dóma. Fullt af heil­brigðis­starfs­fólki er mjög með­vitað og berst á virkan hátt gegn fitu­for­dómum. Til dæmis voru sam­tök um líkams­virðingu stofnuð að stærstum hluta af fólki sem var bæði aktiv­istar og heil­brigðis­starfs­fólk,“ segir hún.

„Ef stólarnir á bið­stofunni gera bara ráð fyrir fólki af á­kveðinni stærð þá eru það sterk skila­boð strax á bið­stofunni.“

Sig­rún ráð­leggur öllu heil­brigðis­starfs­fólki að hlusta á um­ræðuna þrátt fyrir að hún kunni að vera ó­þægi­leg.

„Hlusta af virðingu á upp­lifun þeirra sem segja farir sínar ekki sléttar. Það er svo auð­velt og mann­legt að hrökkva í vörn en við verðum að taka á honum stóra okkar og opna huga og hjarta fyrir þessari um­ræðu. Enginn heil­brigðis­starfs­maður vill valda skaða. Það er and­stætt öllu sem hann stendur fyrir og fólk þarf að skilja að for­dómar, með­vitaðir og ó­með­vitaðir, valda skaða.“

Þá segir Sig­rún að það sem sé kannski mikil­vægast í um­ræðunni sé í fyrsta lagi að átta sig á því að líkami hverrar mann­eskju er hennar eign og að öðru fólki ber að virða það.

„Líka heil­brigðis­starfs­fólki. Ó­um­beðin ráð varðandi eitt­hvað sem fólk er ekki til­búið til eða langar ekki að gera falla yfir­leitt í grýttan jarð­veg. Eins er mikil­vægt að vita að það er ekki hægt að lesa heilsu­far fólks af út­liti þess eða tölu á vigtinni.

Grannt fólk glímir við mörg af sömu vanda­málum og eru tengd við holda­far og feitt fólk glímir við alls­konar vanda sem er ekkert tengdur þyngd þeirra. Ekki leyfa sér að draga á­lyktanir um heilsu eða líðan fólks vegna holda­farsins heldur gera það mat og prófanir sem þarf og hjálpa fólki út frá því, ekki ein­blína á það sem vigtin segir. Fyrir utan að passa að um­hverfið sé hannað fyrir fólk af ó­líkum stærðum og gerðum. Ef stólarnir á bið­stofunni gera bara ráð fyrir fólki af á­kveðinni stærð þá eru það sterk skila­boð strax á bið­stofunni,“ segir hún.

Magnað að fylgjast með samfélagsmeðvitundinni vakna

Sig­rún segir stöðuna á mál­efninu í dag vera mikið betri heldur en þegar hún hóf bar­áttu fyrir líkams­virðingu fyrir um fimm­tán árum síðan.

„Það er ekki hægt að segja að fitu­for­dómar séu á undan­haldi en þeir eru sí­fellt að verða meira sam­fé­lags­lega ó­sam­þykktir. Áður fyrr gerðist ná­kvæm­lega ekkert ef ein­hver lét niðrandi orð falla um holda­far opin­ber­lega en nú verða yfir­leitt ein­hver við­brögð. Það hefur verið magnað að fylgjast með þeirri sam­fé­lags­með­vitund vakna.

Eins er um­ræða um líkams­virðingu sí­fellt að verða meira á­berandi þannig að það er meira jafn­vægi í um­ræðunni. Þegar ég var að byrja að tala um þessi mál upp úr síðustu alda­mótum voru orð eins og líkams­virðing og fitu­for­dómar ekki til í ís­lensku tungu­máli, sem segir nú allt um hvar við vorum fyrir 15 árum síðan.“

Eins og fyrr sagði skrifaði Sig­rún barna­bókina Kroppurinn er krafta­verk og segir hún þá bók hafa verið eitt af því sem henni fannst hún verða að koma frá sér þegar hún var ungur aktív­isti með mörg brennandi mál í hjartanu.

„Krakkarnir líta til jafn­aldranna til að vita hvað er í lagi og hvað ekki.“

„Það er svo mikil­vægt að börn séu alin upp við þá hug­mynd að fjöl­breyti­leiki líkams­vaxtar sé sjálf­sagður og eðli­legur, rétt eins og fjöl­breyti­leiki á öðrum sviðum, og að um­hyggja fyrir líkamanum sé á öðrum for­sendum en til að stjórna honum eða „leið­rétta“ hann. Hún komi frá virðingu og væntum­þykju þannig að börn hafi með sér það vega­nesti út í lífið þegar um­heimurinn fer að hafa meiri á­hrif á þau.

Eftir því sem krakkar eldast verða þau fyrir meiri á­hrifum sam­fé­lags­miðla og dægur­menningar sem kennir þeim allt annað en já­kvætt sam­band við eigin líkama. Þar læra þau að horfa á líkama sinn gagn­rýnum augum í gegnum ó­raun­hæf og eins­leit út­lits­við­mið sem skila bara einni niður­stöðu: Þú ert ekki nógu góður," segir Sigrún.

Mikilvægt að umræðan nái inn í skólana

„Á sama tíma og við eigum að gagn­rýna þessi við­mið verðum við að tryggja börn komi eins sterk og hægt er út í þennan frum­skóg. Svo er það líka þannig að því fleiri börn sem alast upp við líkams­virðingar­hug­myndir, því minna sam­þykkt verða út­lits­for­dómar og þröng­sýn við­horf um líkams­vöxt í fé­laga­hópnum þegar þau stækka.

Ef talað er á nei­kvæðan hátt um á­kveðið út­lit eða líkams­vöxt í vina­hópnum læra allir innan hópsins að fyrir­líta og skammast sín fyrir þá eigin­leika, hvort sem það eru lítil brjóst, stór læri eða mjóir upp­hand­leggir. Krakkarnir líta til jafn­aldranna til að vita hvað er í lagi og hvað ekki.

Þess vegna er svo ó­trú­lega mikil­vægt að um­ræðan nái inn í skólana, þar sem krakkarnir eru að þroskast í sam­neyti við jafn­aldra sína. Að vinna með líkams­virðingu og gagn­rýna hugsun gagn­vart út­lits­við­miðum hjá hópnum í heild er mikil­vægt,“ segir hún.