Um þessar mundir stendur yfir yfir­lits­sýning á verkum mynd­listar­mannsins Guð­jóns Ketils­sonar í Lista­safni Reykja­víkur á Kjarvals­stöðum. Sýningin ber heitið Jæja og saman­stendur af fjöl­breyttum verkum sem spanna rúm­lega fjöru­tíu ára feril Guð­jóns.

Guð­jón sækir gjarnan inn­blástur og efni­við fyrir lista­verk úr nær­um­hverfi sínu en hann hefur verið bú­settur í Norður­mýrinni ná­lægt Kjarvals­stöðum árum saman.

„Fyrir mér snýst mynd­listin dá­lítið bara um það að hafa augun opin fyrir um­hverfinu og ins­pírerandi efni­viði. Sem dæmi má nefna að ég hef notað hús­gögn mikið og hluti sem ég finn bara á götunni sem ein­hverjar smá­sögur,“ segir hann.

Fyrir mér snýst mynd­listin dá­lítið bara um það að hafa augun opin fyrir um­hverfinu og ins­pírerandi efni­viði.

Til­búin verk­færi

Skúlptúrar spila stór hlut­verk á sýningunni Jæja en á einum vegg sýningar­salarins á Kjarvals­stöðum hangir fjöldi verk­færa sem Guð­jón hefur smíðað eftir sínu nefi.

„Þetta er minn til­búningur. Ég gerði mikið af svona litlum skúlptúrum ein­hvern tíma fyrir alda­mót. Ég hef alltaf haft á­huga á byggða­söfnum, skoðað gömul am­boð og eitt­hvað svona sem ég hef kannski ekki hug­mynd um hvaðan koma og get litið á sem ó­hlut­bundna skúlptúra,“ segir hann.

Verk­færin hafa ekkert eigin­legt nota­gildi en að sögn Guð­jóns geta á­horf­endur á­kveðið hver fyrir sig hvaða hlut­verki verk­færin gegna.

„Ég fór að gera þessi litlu verk sem hafa þann blæ yfir sér að vera marg­nota verk­færi og ýta í raun og veru undir í­myndunar­afl á­horf­andans, þannig að á­horf­andinn geti í raun leyft verk­færinu að kenna sér á sig.“

Á sýningunni Jæja má meðal annars sjá ýmis tilbúin verkfæri sem Guðjón segir hafa ekkert eiginlegt notagildi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Jæja á­huga­vert orð

Í sama rými og verk­færin má sjá stóra stimpil­rúllu sem prentar orðið Jæja aftur og aftur á sandrönd sem Guð­jón hefur komið fyrir upp við vegg.

„Maður getur ýmist notað það í sand eða snjó. Getur gengið með það ströndina og skilið eftir spurningar­merki hjá veg­far­endum,“ segir Guð­jón.

Stundum er talað um orðið Jæja sem á­kveðinn þjóðar­spegil Ís­lendinga, því hægt er að grípa til þess við nánast öll tæki­færi og breyta merkingu þess eftir því hve­nær og hvernig það er sagt.

„Þetta er á­huga­vert orð ein­fald­lega af því að þú getur sett það í sam­hengi við hvað sem er í dag­legu tali. Það þýðir í raun og veru allt mögu­legt og um leið kannski ekki neitt. Á þann hátt passar það vel sem titill sýningarinnar,“ segir Guð­jón.

Verk Guðjóns spanna langan og fjölbreyttan feril hans sem listamanns.
Fréttablaðið/Anton Brink

Stað­genglar manns­líkamans

Hvernig fer maður að því að velja verk inn á svo stóra sýningu sem nær yfir svo breitt tíma­bil?

„Ég hef nú verið svo heppinn að vera með mjög góðan sýningar­stjóra, Markús Þór Andrés­son, og það er mjög gott að fá annað sjónar­horn á verkin og ferilinn, af því þetta er langur ferill, rúm­lega fjöru­tíu ár, og ég hefði alveg getað fyllt báða salina hérna og meira til. En það þarf að velja og það er bara verk­efni að stilla upp sýningunni þannig að verkin vinni vel saman.“

Einn þráður sem gengur í gegnum sýninguna er manns­líkaminn og fram­lenging hans í gegnum fatnað og verk­færi. Þar má til dæmis sjá hár­ná­kvæmar teikningar Guð­jóns af líkams­pörtum og skúlptúra af fatnaði og skóm.

„Manns­líkaminn er ná­lægur en ekki til staðar. Þetta eru í raun og veru allt stað­genglar fyrir manns­líkamann. Við vorum að tala um verk­færin og verk­færi eru náttúr­lega bara fram­lenging af líkamanum. Klæðin koma aftur og aftur við sögu og það er nú eitt af því sem er svo­lítið skemmti­legt þegar maður setur upp sýningu með gömlum verkum og nýjum að maður sér að sömu itemin koma upp aftur og aftur.“

Finna má nokkrar trúar­legar vísanir í verkum Guðjóns, til dæmis skúlptúra sem eru byggðir á klæða­burði Maríu meyjar og Jesú Krists.
Fréttablaðið/Anton Brink

Trúar­legar til­vísanir

Þrátt fyrir að flest við­fangs­efnin í verkum Guð­jóns séu verald­leg má finna trúar­legar vísanir í verkum hans, til dæmis skúlptúra sem eru byggðir á klæða­burði Maríu meyjar og Jesú Krists.

„Ég lít á þetta sem hluta af mynd­listar­sögunni og lista­sögunni. Ég er ekki þar með að af­neita því að þetta eru vísanir í trúar­leg verk, þetta eru brot úr frægum trúar­legum mál­verkum. Hér til dæmis er ævi­skeið Maríu guðs­móður úr ýmsum mál­verkum, barokk og endur­reisnar­tímans. Maríu­myndir eru jú eitt al­gengasta við­fangs­efni lista­sögunnar,“ segir Guð­jón.

Sýningin Jæja er hluti af sýninga­röð Lista­safns Reykja­víkur á Kjarvals­stöðum, þar sem farið er yfir feril lykil­per­sóna í ís­lensku lista­lífi. Spurður um hvernig til­finningin sé að sjá verk sín í þessu sam­hengi segir Guð­jón það fyrst og fremst vera skemmti­legt.

„Frá því þetta byrjaði sem hug­mynd fyrir um það bil ári síðan, þá er þetta búið að vera mjög skemmti­legt ferli. Mig langar bara að hrósa Lista­safni Reykja­víkur fyrir fag­mann­lega og flotta vinnu,“ segir hann.