For­svars­menn banda­rísku sjón­varps­stöðvarinnar CBS munu brátt taka til sýninga banda­ríska út­gáfu af raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land en upp­runa­leg breska út­gáfa þáttanna hefur farið sigur­för um heiminn.

Þættirnir verða sýnd fimm kvöld í viku og í um­fjöllun En­terta­in­ment We­ekly er á­kvörðuninni um að hefja fram­leiðslu á þáttunum lýst sem einni mestu á­hættu sem banda­rísk sjón­varps­stöð hefur tekið í ára­raðir.

Fyrsti þáttur verður sýndur þann 9. júlí næst­komandi en í þáttunum er fylgst með fimm ein­hleypum karl­mönnum og fimm ein­hleypum konum sem skilin eru eftir í glæsi­villu á Fiji eyjum. Þau verða svo að para sig saman og reyna að komast saman í gegnum allan leikinn fyrir peninga­verð­laun.

Það er þó erfiðara sagt en gert því að ein­hleypu fólki er stöðugt bætt við leikinn og í um­fjöllun En­terta­in­ment We­ekly sagt auka líkurnar á að fólk freistist til þess að vera liðs­fé­laga sínum ó­trúr en hægt er að skipta um lið í miðri keppni en þá á fólk á hættu að detta úr leiknum. Gefst að­dá­endum kostur á að kjósa á­fram sín upp­á­hald­s­pör og þá borgar sig jafnan ekki að vera ó­trúr.

Leik­konan Ari­elle Vanden­berg fer með hlut­verk kynnis þáttanna en fram­leið­endur hafa að öðru leyti gefið lítið upp um fram­leiðslu þáttanna. David Eil­en­berg, einn helsti fram­leiðandi þáttanna, viður­kennir að lík­legast verði þættirnir ekki jafn grófir og þeir bresku.

„Við ætlum þó að reyna að halda okkur eins mikið við upp­runa­legu for­múluna og við getum. CBS styður þættina, enda hafa þeir slegið í gegn á heims­vísu. Þetta verður spennandi, kyn­þokka­fullur og skemmti­legur sumar­þáttur í anda hinna bresku, sem hafa orðið minna ögrandi í gegnum árin,“ segir Eil­en­berg.

Hér að neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir nýjustu seríuna af bresku útgáfunni.