Leikarinn Jack Gyl­len­haal lýsir því mót­leikari hans He­ath Led­ger hafi ekki viljað taka þátt í gríni um kvik­myndina Brokeback Mountain þegar hún kom út. Myndin fjallar um ástar­sögu tveggja kú­reka í Banda­ríkjunum þegar sam­kyn­hneigð var talin synd.

Kvik­myndin var til­nefnd til átta Óskars­verða­launa árið 2006 og Gyl­len­haal minnist þess að Led­ger hafi neitað að taka þátt í at­riði sem gerði gys að sögunni sem myndin fjallaði um.

Ástar­saga ekki brandari

„Ég man að þau vildu gera opnunar­at­riði á Óskars­verð­launa­há­tíðinni það árið sem gerði grín að sögu­þræðinum.“ Gyl­len­haal sagðist sjálfur hafa verið til í létt grín en að Led­ger hafi þver­tekið fyrir það.

„He­ath sagði „Þetta er ekki brandari fyrir mér, ég vil ekki grínast neitt með þetta,“ sagði Gyl­len­haal. Leikarinn kveðst nú sjá viskuna í á­kvörðun Led­gers enda hafa brandarar um myndina elst illa og sam­fé­lagið komist lengra hvað varðar for­dóma­fulla orð­ræðu um sam­kyn­hneigð.

Jake Gyllenhaal og Heath Ledger segja báðir að tökuferli kvikmyndarinnar hafi verið sveipað dulúð.
Fréttablaðið/Getty