Hátt í þúsund manns hafa hætt að fylgja tónlistarmanninum Auðunni Lútherssyni, Auði, á Instagram á síðasta mánuði. Þetta má sjá á vefsíðunni IGBlade.com sem heldur utan um fylgjendatölur á samfélagsmiðlinum.

Ásakanir á hendur Auði hafa verið settar fram á samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Eru þær ásakanir nú á borði Þjóðleikhússins, DV greindi fyrst frá því.

Hrun í fylgjendum um helgina

Í byrjun maí var þessi vinsæli tónlistarmaður með 12.800 fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Þann 4. maí græddi hann til að mynda 500 nýja fylgjendur á einum degi. Nú er Auður hinsvegar einungis með 11.830 fylgjendur á þessum vinsælasta samfélagsmiðli tónlistarmanna. Það eru tæplega færri fylgjendur á einungis einum mánuði.

Um 370 manns hættu að fylgja honum á föstudaginn, 200 á laugardag og 100 í gær.

Ef fer sem horfir þá mun tónlistarmaðurinn missa 3.900 fylgjendur á næstu þrjátíu dögum, samkvæmt spá vefsíðunnar og 23.500 fylgjendur næsta hálfa árið myndu fylgjendur halda áfram að yfirgefa tónlistarmanninn á miðlinum.