Meðlimir í hljómsveitinni Hatari skora á Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í glímu en þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitinni, sem hægt er að lesa hér að neðan en hún er á ensku.

Vinni sveitin vilja þeir stofna BDSM nýlendu í Ísrael við strendur Miðjarðarhafs en vinni Netanyahu lofa þeir Ísrael hluta af Íslandi, nánar tiltekið Vestmannaeyjum.

Í tilkynningunni kemur fram að hljómsveitarmeðlimirnir vilji að Netanyahu mæti þeim í „vináttuleik“ í „hefðbundinni íslenskri glímu“ og vill sveitin að glíman fari fram á Magen David torginu í Tel Aviv í Ísrael þann 19.maí en Netanyahu er sagt að velja þann tíma sem að henti sér.

Sveitin er vel þekkt fyrir slíka gjörninga líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um en mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum milli þeirra sem vilja senda sveitina út með sitt gjörningaveður og þeirra sem vilja að Ísland sniðgangi keppnina með öllu. 

Sjá einnig: Deila um framlag Hatari og þátttöku Íslands

Þá segir sveitin jafnframt að hlutlaus dómari frá Sameinuðu þjóðunum verði fenginn til þess að fylgjast með glímunni, til þess að tryggja að glíman fari fram í drengskap og koma í veg fyrir „óíþróttamannslega hegðun sem leiða muni til brottvísunar.“

Í niðurlagi tilkynningarinnar segir sveitin að meðlimir muni tryggja brotthvarf eyjaskeggja frá Vestmannaeyjum fari svo að Netanyahu vinni. Hatari bíður svara og óskar þess að Netanyahu tilkynni tilætlanir sínar á netfangið hatari@hatari.is eða hafi samband við fjölmiðil þeirra, Icelandic Music News. 

„Hatrið mun sigra,“ segir að síðustu en sveitin stígur á svið í Söngvakeppninni þann 9.febrúar næstkomandi.

Tilkynning sveitarinnar í heild sinni:

This is an official statement from award winning Icelandic anti-capitalist BDSM techno performers art group Hatari:

We address our statement to Benjamin Netanyahu, prime minister of Israel and chairman of the Likud national-liberal movement.

We members of Hatari hereby challenge you to a friendly match of traditional Icelandic trouser grip wrestling, or glíma. The wrestling match is to take place on Magen David Square in Tel Aviv on May 19th at the time of your choosing.

We will use traditional Icelandic trouser grip rules, illegal holds and unsportsmen-like conduct will lead to disqualifications and ensure drengskapur is upheld, a neutral UN sponsored referee will be present.

If the chosen Hatari trouser grip wrestling champion wins this fair match of glíma, members of Hatari reserve the rigths to settle within your borders establishing the first ever Hatari sponsored liberal BDSM colony on the Mediterranian coast. If prime minister Benjamin Netanyahu wins the glíma the Israeli government will be given full political and economic control of South-Icelandic Island muncipality Vestmannaeyjar. Members of Hatari will ensure the successful removal of the islands current inhabitants.

We await your swift response at our email-adress hatari@hatari.is or contact at Icelandicmusicnews.com. Which ever you or your staff prefers.

Hatrið mun sigra, hate will prevail.